Fara í innihald

Hægristefna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hægristefna í stjórnmálum er hugtak sem gjarnan er notað um íhaldsstefnu eða frjálshyggju eða þá að það er einfaldlega skilgreint sem andstaða vinstristefnu. Alræðishyggja og þjóðernishyggja eru stundum talin falla undir hægristefnu eða öfgahægristefnu (sjá fasismi) en stundum vinstristefnu.

Nafnið er dregið af sætaskipun á stéttaþingum í Frakklandi í frönsku byltingunni þar sem konungssinnar sátu hægra megin við forsetastólinn.

Hinir upphaflegu hægri menn voru íhaldsmenn sem að vildu halda í óbreytt ástand á meðan vinstri menn voru róttækir og vildu breytingar. Síðan þá hefur merkingin breyst töluvert og nú er frjálshyggja gjarnan talin til hægristefnu sem er nú oftar skilgreind sem andstæðan við sameignarstefnu eða jafnaðarstefnu á vinstri vængnum. Margir líta þó svo á að hinn einfaldi hægri-vinstri mælikvarði sé ekki fullnægjandi til að gera greinarmun á ólíkum stjórnmálastefnum í nútímanum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.