Kaupthing Singer & Friedlander
Útlit
Kaupthing Singer & Friedlander er breskt fjármálafyrirtæki, upphaflega stofnað árið 1907 sem er með höfuðstöðvar í London, höfuðborg Bretlands. Það var keypt af Kaupþingi árið 2005. Framkvæmdastjóri Kaupthing Singer & Friedlander var Ármann Þorvaldsson. Í maí 2008 voru starfsmenn fyritækisins 773 talsins.[1]
Singer & Friedlander var stofnað af Julius Singer og Ernst Friedlander árið 1907. Einn þekktasti fyrrverandi starfsmaður fjármálafyrirtækisins er George Soros.[2]
Í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi notuðu bresk yfirvöld hryðjuverka lög til þess að færa eignarhald á Kaupthing Singer & Friedlander til hollenska netbankans ING Direct.
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2008. Sótt 19. janúar 2009.
- ↑ http://www.telegraph.co.uk/finance/2773265/Billionaire-who-broke-the-Bank-of-England.html