Þjóðleikhúskjallarinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjóðleikhúskjallarinn er skemmtistaður í kjallara Þjóðleikhússins við Hverfisgötu í Reykjavík. Kjallarinn var fyrst opnaður fyrir kaffisölu á sýningarkvöldum á frumsýningu óperunnar Rigoletto 3. júní árið 1951. Fljótlega varð staðurinn vinsæll fyrir alls kyns sýningar, uppákomur, fundi, ráðstefnur og mannamót. Frá því skömmu eftir 1970 fram á miðjan 10. áratug 20. aldar var þar rekinn vinsæll dans- og tónleikastaður.

Búsáhaldabyltingin náði hápunkti sínum með mótmælasamkomu fyrir utan Þjóðleikhúskjallarann kvöldið 22. janúar 2009 þegar Samfylkingarfélagið í Reykjavík hélt þar fund. Á fundinum var samþykkt ályktun um að flokkurinn ætti að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Fjórum dögum síðar ákváðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde að slíta stjórnarsamstarfinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.