Alþingi gegn Geir H. Haarde

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde (Landsd. 3/2012.) var fyrsta og eina málið sem rekið hefur verið fyrir Landsdómi á Íslandi. Málið var höfðað með ályktun Alþingis 28. september 2010 og formlegri ákæru saksóknara Alþingis 10. maí 2011. Í ákæru var Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra Íslands, gefið að sök að hafa með refsiverðum hætti sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins um haustið 2008. Landsdómur hafði aðsetur í Þjóðmenningarhúsinu og þar fór aðalmeðferð málsins fram 5. til 16. mars 2012. Dómur féll í málinu 23. apríl 2012 með sakfellingu í þeim ákærulið sem sneri að stjórnarskrárbundinni skyldu forsætisráðherra til þess að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg málefni en sýknu að öðru leyti. Geir var ekki gerð sérstök refsing í málinu.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi lögfræðigrein sem tengist Íslandi og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.