Fara í innihald

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristín Helga Gunnarsdóttir, kölluð Dinna, (fædd í Reykjavík 24. nóvember 1963) er íslenskur rithöfundur, sem hefur skrifað fjölda barna- og fjölskyldubækur. Kristín Helga hefur BA-próf í spænsku og fjölmiðlafræði og starfaði lengi sem fréttamaður á Stöð 2.

Fyrsta bók Kristínar Helgu kom út árið 1997, Elsku besta Binna mín. Ári seinna kom út framhald af þeirri bók Bíttu á jaxlinn Binna mín.

Verðlaun og viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Kristín Helga hefur hlotið Bókaverðlaun barnanna fjórum sinnum, 2002, 2004, 2006 og 2007. Árið 2004 hlaut hún viðurkenningu Ibby á Íslandi fyrir bókina Strandanornirnar. Árið 2001 hlaut hún Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bókina Mói hrekkjusvín. Kristín Helga hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, fyrir Draugaslóð árið 2007.

Skáldsögur

[breyta | breyta frumkóða]

arnir]]

  Þessi æviágripsgrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Skald.is, Kristín Helga Gunnarsdóttir, (skoðað 18. maí 2019)