Kristín Helga Gunnarsdóttir
Kristín Helga Gunnarsdóttir | |
---|---|
![]() Kristín Helga. | |
Fædd | Kristín Helga Gunnarsdóttir 24. nóvember 1963 Reykjavík á Íslandi |
Störf |
|
Börn | 3 |
Kristín Helga Gunnarsdóttir, kölluð Dinna, (f. 24. nóvember 1963) er íslenskur rithöfundur sem hefur skrifað fjölda barna- og fjölskyldubækur. Kristín Helga er fædd í Reykjavík, hefur BA-próf í spænsku og fjölmiðlafræði og starfaði lengi sem fréttamaður á Stöð 2.[1]
Ritverk
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta bók Kristínar Helgu kom út árið 1997, Elsku besta Binna mín. Ári seinna kom út framhald af þeirri bók Bíttu á jaxlinn Binna mín.
Verðlaun og viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Kristín Helga hefur hlotið Bókaverðlaun barnanna fjórum sinnum, 2002, 2004, 2006 og 2007. Árið 2004 hlaut hún viðurkenningu Ibby á Íslandi fyrir bókina Strandanornirnar. Árið 2001 hlaut hún Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bókina Mói hrekkjusvín. Kristín Helga hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, fyrir Draugaslóð árið 2007.
Skáldsögur
[breyta | breyta frumkóða]- 1997 Elsku besta Binna mín
- 1998 Bíttu á jaxlinn Binna mín
- 1998 Keikó hvalur í heimsreisu
- 1999 Milljón steinar og Hrollur í dalnum
- 2000 Mói hrekkjusvín
- 2001 Í Mánaljósi
- 2002 Gallsteinar afa Gissa
- 2003 Strandanornir
- 2004 Fíasól í fínum málum
- 2005 Fíasól í hosiló
- 2006 Fíasól á flandri
- 2007 Draugaslóð
- 2008 Fíasól er flottust
- 2009 Láki Máni og þjóðahyskið
- 2010 Fíasól og litla ljónaránið
- 2011 Ríólítreglan
- 2012 Grímsævintýri: Ævisaga hunds
- 2013 Mói hrekkjusvín: Kúreki í Arisóna
- 2014 Mói hrekkjusvín: Misskilinn snillingur
- 2015 Litlar byltingar: Draumar um betri daga
- 2017 Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels
- 2018 Fíasól gefst aldrei upp
- 2019 Fjallaverksmiðja Íslands
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/8/84/Oxygen480-apps-system-users.svg/30px-Oxygen480-apps-system-users.svg.png)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Skáld.is“. skald.is. Sótt 29. desember 2024.