Eva Joly
Eva Joly (fædd Eva Gro Farseth) (5. desember 1943) er norsk-franskur dómari, rannsóknardómari og evrópuþingmaður sem hefur sérhæft sig í baráttu gegn fjármálaspillingu. Árið 1994 varð hún yfirrannsóknardómari (juge d’instruction) þegar hún varð lykilmaður í stærsta spillingarmáli sem upp hefur komið í Frakklandi þegar olíufélagið Elf Aquitaine var grunað um misferli. Rannsóknir hennar leiddu til dóms og sakfellingar yfir fjölda háttsettra embættis- og stjórnmálamanna. [1] [2] Þræðir þessa máls lágu víða, m.a. til Þýskalands þar sem nafn Helmut Kohl tengdist vafasömum viðskiptum og meintum mútugreiðslum.[heimild vantar]
Hún fluttist 18 ára gömul til Frakklands, starfaði sem au pair og lærði lögfræði í kvöldskóla og sérhæfði sig í fjármálalögfræði.
Þann 10. mars 2009 var Eva ráðin sem sérstakur ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar í kjölfar bankahrunsins 2008. Hún hafði gagnrýnt fámenni þess rannsóknarhóps sem rannsaka á bankahrunið[3], og skort á fagmönnum í alþjóðlegri fjármálaspillingu.[4] Eva Joly starfaði sem ráðgjafi í 18 mánuði áður en hún hætti til að einbeita sér að forsetaframboði sínu í Frakklandi.[5]
Í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2012 hlaut Eva Joly einungis 2,31% atkvæða. Í síðari umferð studdi hún frambjóðanda flokks sósíalista François Hollande.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Morgunblaðið 1994
- ↑ Morgunblaðið 2000
- ↑ http://www.visir.is/g/2009984081226
- ↑ Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn; af Mbl.is
- ↑ Eva Joly hættir; af Mbl.is
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Eva Joly hetja fólksins; af ruv.is
- Krafist þungra refsinga yfir sakborningum; grein í Morgunblaðinu 2001
- Eva Joly hreinsar út á Íslandi; af Mbl.is
- Eva Joly hefur kynnt sér Baugsmálið: Vægur dómur. Saksóknarinn hafði rétt fyrir sér; af Eyjunni.is Geymt 15 mars 2009 í Wayback Machine
- Eva Joly býður Íslendingum franska hjálp; af Smugunni.is
- Gagnrýnir laun Evu Joly; af Vísi.is
- Ég gerði samning við þjóðina; af DV.is
- Fréttaskýring Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu; af mbl.is
- Eva Joly: Hrunið umfangsmeira en Elf-málið. Ekki von á ákærum fyrr en í lok næsta árs; grein af Eyjunni.is 14.11 2009 Geymt 20 janúar 2010 í Wayback Machine
Erlendir tenglar