Ólafur Ólafsson (kaupsýslumaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Ólafsson (fæddur 23. janúar 1957) er íslenskur kaupsýslumaður og dæmdur glæpamaður. Hann var ráðinn forstjóri Samskipa hf. árið 1990. Árið 2003 varð hann starfandi stjórnarformaður Samskipa. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn fjárfestingarfélaginu Gretti hf. í baráttunni um félagið.

Ólafur er stjórnarformaður Alfesca og einnig Kjalars invest sem er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Hann fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann.

Í upphafi árs 2007 stofnaði Ólafur, ásamt konu sinni Ingibjörgu Kristjánsdóttur landslagsarkitekt, velgerðarsjóð sem ætlað er að styrkja fátæk börn í Afríku til mennta. Hjónin lögðu fram einn milljarð króna sem stofnfé sjóðsins.

Sumarið 2007 hófust deilur milli Ólafs og nágranna hans í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, þar sem Ólafur á sumarbústað. Kvörtuðu nágrannarnir undan hávaða frá þyrlu sem Ólafur notar til að ferðast milli Reykjavíkur og sumarbústaðar síns, en hann gaf lítið fyrir kvartanirnar.

Í maí 2009 var svo gerð húsleit í fyrirtækjum í eigu Ólafs og einnig í sumarbústað hans í sambandi við kaup Al Thani á hlut í Kaupþingi.[1]

Sakaferill[breyta | breyta frumkóða]

Ólafur var, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni, sakfelldur fyrir Hæstarétti þann 12. febrúar 2015 fyrir sinn þátt í Al-Thani-málinu og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangselsi. Ólafur hóf afplánun dómsins þann 24. febrúar 2015.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Leitað í sumarhúsi Ólafs Ólafssonar“. 24. maí 2009.
  2. „Munu hefja afplánun í Hegningarhúsinu“. 13. febrúar 2015.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.