Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)
Sálin hans Jóns míns | |
---|---|
Upplýsingar | |
Önnur nöfn | Sálin |
Uppruni | Reykjavík, Ísland |
Ár | 1988–2018 |
Stefnur | Rokk |
Fyrri meðlimir |
|
Sálin hans Jóns míns (einfaldlega kölluð Sálin) var íslensk hljómsveit úr Reykjavík sem starfaði frá 10. mars 1988 til 20. október 2018 er hún hélt lokatónleika í Hörpu. Einn af stofnendum sveitarinnar, sem lék í upphafi sálartónlist, var Jón Ólafsson og vísar nafn sveitarinnar til þess en jafnframt til íslenskrar þjóðsögu.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Snemma árs 1988 ákváðu Jón Ólafsson, Rafn Jónsson og Haraldur Þorsteinsson úr Bítlavinafélaginu ásamt Stefáni Hilmarssyni og Guðmundi Jónssyni að stofna nýja hljómsveit[1] Þeir héldu sína fyrstu tónleika í Bíókjallaranum við Lækjargötu þann 10. mars 1988 sem telst það stofndagur hljómsveitarinnar. Framan af var nokkuð um mannaskipti en skipanin hélst nokkuð óbreytt frá 1999 þó Stefán og Guðmundur væru meðlimir frá byrjun og Friðrik Sturluson og Jens Hansson frá 1989. Fyrsti smellur hljómsveitarinnar var „Á tjá og tundri“ en meðal vinsælla laga eru m.a. „Undir þínum áhrifum“, „Hjá þér“ og „Okkar nótt“. Sérstakur aðdáendaklúbbur var stofnaður um 2003 og hlaut nafnið Gullna liðið. Á 20 ára afmæli sveitarinnar 2008 voru 1.389 manns skráðir í klúbbinn.
Hljómsveitin ákvað að leggja upp laupana árið 2018 og hélt lokatónleika í Hörpu þann 20. október. Aðspurðir hvort von væri á endurkomu svaraði Guðmundur: „Þetta er ekki gert í einhverju „bríeríi“, þetta er búið að meldast lengi. Þessi hljómsveit var stofnuð til þriggja mánaða en er búin að duga í 30 ár. Og við ákváðum bara að segja þetta gott. Og í staðinn fyrir að „feida“ út ætlum við að taka þetta með glans og fá sem flesta með okkur í endasprettinn.“[2][3]
Meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]Hljómsveitina skipuðu:
- Söngur: Stefán Hilmarsson (1988-2018)
- Gítar: Guðmundur Jónsson (1988-2018)
- Bassi: Friðrik Sturluson (1989-2018)
- Hljómborð, rafsaxófónn, og bakrödd: Jens Hansson (1989-2018)
- Trommur og slagverk: Jóhann Hjörleifsson
Plötur Sálarinnar
[breyta | breyta frumkóða]- Syngjandi sveittir (1988)
- Hvar er draumurinn? (1989)
- Sálin hans Jóns míns (1991)
- Garg (1992)
- Þessi þungu högg (1992)
- Sól um nótt (1995)
- Gullna hliðið (1998)
- 12. ágúst '99 (1999)
- Annar máni (2000)
- Logandi ljós (2001)
- Vatnið (2003)
- Undir þínum áhrifum (2005)
- Sálin og Gospel (2006)
- Arg (2008)
- Upp og niður stigann (2010)
- Glamr (2013)
Í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar, 2008, sendi hún frá sér safnútgáfu með útgefnum breiðskífum fram að því. Bar hún nafnið Vatnaskil.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Sálin hans Jóns míns, opinber vefsíða Geymt 16 janúar 2012 í Wayback Machine
- Sálin hans Jóns míns á Glatkistunni
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Morgunblaðið, 9. mars 2008.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ [1] Geymt 16 júlí 2011 í Wayback Machine Tónlist.is, skoðað þann 21. október 2018
- ↑ [2] Rúv, skoðað þann 21. október 2018.
- ↑ Sálin hans Jóns míns hættir: Þreyttir á samstarfinu og hættir að hafa gaman Vísir, skoðað 13. júní, 2018.