Stefán Eiríksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Stefán Eiríksson, 2014-04-26.jpg

Stefán Eiríksson (fæddur 6. júní 1970 á Akureyri) er borgarritari Reykjavíkurborgar.

Námsferill[breyta | breyta frumkóða]

Stefán lauk grunnskólaprófi frá Hagaskóla í maí 1986 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember 1990. Keppti í Morfís og Gettu betur fyrir hönd MH, var m.a. valinn ræðumaður Íslands í úrslitakeppni Morfís 1989. Útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands í febrúar 1996. Formaður Orators félags laganema 1993-1994 og sat í Stúdentaráði HÍ fyrir Vöku fls. 1992-1994.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Stefán var blaðamaður á Tímanum 1990-1991 og á Morgunblaðinu 1991-1996 samhliða laganámi. Var ráðinn lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá ársbyrjun 1996, starfaði í sendiráði Íslands í Brussel frá 1999-2001 og sinnti þar verkefnum á sviði dóms- og innanríkismála, þar á meðal á vettvangi Schengen samstarfsins. Hann var skipaður skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 1. janúar 2002 og síðar sama ár staðgengill ráðuneytisstjóra. Í stjórn Neyðarlínunnar frá árinu 2002 og stjórnarformaður til ársins 2007. Skipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu frá 15. júlí 2006. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar frá 1. september 2014. Hefur sinnt stundakennslu í Háskóla Íslands og við Háskólann í Reykjavík og kenndi lögfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð samhliða laganámi. Í desember 2016 réð borgarráð Reykjavíkurborgar Stefán í starf borgarritara.

Nefndastörf[breyta | breyta frumkóða]

 • Í þróunarnefnd Háskóla Íslands (1993-1995).
 • Ritari kirkjulaganefndar (1996-1997).
 • Ritari nefndar til undirbúnings gildistöku lögreglulaga nr. 90/1996 og laga um breyting á lögum um meðferð opinberra mála nr. 84/1996 (1996-1997).
 • Formaður nefndar um aldurssamsetningu lögreglumanna (1997-1999).
 • Ritari nefndar um forvarnir gegn heimilisofbeldi, hjálparúrræði fyrir þolendur og meðferðarúrræði fyrir gerendur (1997-1998).
 • Formaður nefndar um miðlun lagagagna á netinu (1997-1998).
 • Í valnefnd Lögregluskóla ríkisins (1997-1999).
 • Í nefnd er leita skyldi leiða til að stemma stigu við ölvunarakstri (1997-1999).
 • Formaður nefndar um stjórnsýslu bifreiðamála (1998-1999).
 • Í starfsleyfisnefnd alþjóðlegra viðskiptafélaga (1998-1999).
 • Í vegsvæðanefnd (1998-2000).
 • Í samninganefnd Íslands við gerð samnings við framkvæmdastjórn ESB f.h. ríkja ESB um meðferð hælisbeiðna (1999-2000).
 • Í samninganefnd Íslands við gerð samstarfssamnings við Europol (2000-2001).
 • Í undirbúningsnefnd vegna fundar utanríkisráðherra NATO ríkja (2001).
 • Í verkefnisstjórn vegna stofnunar Umferðarstofu (2002).
 • Formaður stjórnar Neyðarlínunnar hf. (2002-2007).
 • Í nefnd um málefni alvarlega geðsjúkra (2002-2007).
 • Í stýrihópi um gerð siglingaverndaráætlunar fyrir Ísland (2003-2004).
 • Formaður viðræðuhóps um löggæslu í Reykjavík (2003-).
 • Formaður verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála (2003-2005).
 • Fulltrúi Íslands í Task Force on Organised Crime in the Baltic Sea Region (2004-2006).
 • Formaður framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála (2005).
 • Í nefnd um aðgerðir vegna hugsanlegs heimsfaraldurs af völdum inflúensu (2005-2006).
 • Varaformaður almannavarnaráðs (2006).
 • Í viðræðunefnd vegna endurskoðunar varnarsamnings við Bandaríkin (2006).
 • Falið af dóms- og kirkjumálaráðherra að gera tillögur um bráðabirgða- og framtíðarskipulag þyrlubjörgunarmála (2006).
 • Formaður þyrlunefndar dómsmálaráðherra (2006-2007).
 • Formaður nefndar um málefni langt leiddra áfengis- og vímuefnaneytenda (2007-).
 • Varaformaður Lögreglustjórafélags Íslands (2006-)
 • Þátttaka og stjórn á sendinefndum Íslands á fundum sérfræðinga og embættismanna í Schengen samstarfinu. Má þar nefna embættismannanefnd um lögreglu- og sakamálasamvinnu (36. gr. nefndin), stýrinefnd um hælismálefni, landamæri og innflytjendur (SCIFA) og sérfræðinganefndir um lögreglusamvinnu, fíkniefnasamvinnu, refsirétt, gagnkvæma aðstoð í sakamálum, landamæraeftirlit, Schengen upplýsingakerfið, innflytjendamálefni o.fl.
 • Þátttaka í nefndum á vettvangi Evrópuráðsins um framsal sakamanna og gagnkvæma aðstoð í sakamálum, sérfræðinganefnd um lög og upplýsingatækni, embættismannanefnd um aukna skilvirkni í réttarkerfinu (CEPEJ) og varafulltrúi í GRECO, ríkjanefnd gegn spillingu.