Opinn borgarafundur
Opinn borgarafundur er breiðfylking fólks sem á það sameiginlegt að vera umhugað um lýðræðislegt stjórnarfar á Íslandi. Félagsskapurinn er ekki flokkspólítískur og er opinn öllum sem áhuga hafa.
Settir voru af stað sérstakir opnir borgarafundir nokkrum vikum eftir hrun vegna þess að mikil óvissa var í þjóðfélaginu og almennir borgarar höfðu miklar áhyggjur í hvað stefndi. Á þessum vikum hafði almenningur einungis verið ávarpaður í gegnum fjölmiðla. Opnir borgarafundir voru haldnir til þess að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri, spurt spurninga og einnig leitast eftir svörum um hvað framtíðin bæri í skauti sér á þessum óvissu tímum. Þar var almennum borgurum gefin kostur á að tjá sig og spyrja ráðamenn beinna spurninga.
Á opnum borgarafundum voru stjórnmálamönnum, seðlabankastjórnum, bankastjórnum, fréttastjórum og öðru fjölmiðlafólki boðið að mæta til þess að svara almennum borgurum milliliðalaust.
Fundirnir fóru fram nokkrum sinnum í mánuði ýmist í Iðnó, Nasa eða Háskólabíó og sóttu fjölmargir einstaklingar fundina, oft komust færri að en vildu[1].
Fundastjóri opnu borgarafundanna
[breyta | breyta frumkóða]Gunnar Sigurðsson leikstjóri var fundastjóri á opnu borgarafundunum.
Fyrirkomulag fundanna var þannig að 4 frummælendur hófu umræðuna og höfðu um 5-10 mínútur hver. Þegar frummælendur höfðu lokið máli sínu fengu almennir borgarar úr sal tækifæri til að tjá sig í rúmar 3 mínútur hver til þess að spyrja þátttakendur í pallborði spurningar. Settur var fundaritari og tekin saman ályktun í lok fundar[2].
Opnir borgarafundir
[breyta | breyta frumkóða]Átta fundir hafa verið haldnir.
- Fundur 1, mánudaginn 27. október, 2008.
Frummælendur:
- Einar Már Guðmundsson, rithöfundur.
- Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður.
- Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur.
- Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur.
- Fundarstjóri var Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
Einar Már Guðmundsson talaði fyrstur og gagnrýndi hann harðlega hvernig íslenskt samfélag væri og að að það þyrfti engin að taka ábyrgð á þeim hörmungum sem komu yfir íslenskt efnahagslíf. Hann sagði alla geta flækst í vafasaman félagsskap og nefndi sem dæmi íslensk stjórnvöld sem hefðu tekið sér hlutverk kynningarfulltrúa íslensku bankanna. Einar sagði það speki frjálshyggjumannanna sem hafa verið við stjórn undanfarin ár að gera ekki neitt nema kannski að stofna sérsveit ríkislögreglustjóra.
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur varpaði spurningunni ,,Í hvað eiga peningar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að fara?” Lilja lýsti meðal annars yfir áhyggjum af þeim skilyrðum sem alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti yfir þeim lánum sem íslensk stjórnvöld óskuðu eftir. Hún benti á að skilyrði sjóðsins hérlendis yrði aðhaldssöm stjórn peningamála þýddi á mannamáli, vaxtahækkun! Lilja benti einnig á að reynslan víðast hvar úr heiminum sýndi að háir vextir dýpkuðu fjármálakreppur ef eitthvað með tilheyrandi fjöldagjaldþrotum fyrirtækja og gríðarlegu atvinnuleysi.
Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður hvatti til aukinnar þátttöku kvenna í stjórnmálum. Hún fór hörðum orðum um ofurlaunastefnu síðustu ára og fékk mikla hylli.
Vilhjálmur Bjarnason sagðist hingað til hafa talið sig vera kapítalista, auðhyggjumann. Hann hafi viljað vera öðrum óháður og að þegar hann hafi átt afgangsfé hafi hann lagt það fyrir. „Þessi hlutabréfamarkaður hefur gjörsamlega brugðist mér.“ Vilhjálmur Bjarnason sagðist hafa spurt margra spurninga til að fá upplýsingar um stöðu og starfsemi fyrirtækja en engin svör fengið[3][4].
- Fundur 2, í Iðnó, laugardagurinn 8. nóvember, 2008.
- Frummælendur
- Fundarstjóri var Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
- Fundur 3 á NASA 17. nóvember, 2008.
- Frummælendur:
- Fundarstjóri var Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
- Fundur 4, í Háskólabíói, mánudaginn 24. nóvember, 2008.
- Frummælendur:
- Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur.
- Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur.
- Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri.
- Margrét Pétursdóttir, verkakona.
- Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, flutti erindi.
- Fundarstjóri var Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
- Frummælendur:
- Fundur 5, í Háskólabíói, mánudaginn 8. desember, 2008.
- Frummælendur:
- Fundarstjóri var Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
- Fundur 6
- Fundur 7, í Iðnó, fimmtudaginn 8. janúar 2009.
- Frummælendur:
- Hörður Torfason - Raddir fólksins.
- Eva Hauksdóttir - Aðgerðasinni.
- Ónafngreindur anarkisti.
- Stefán Eiríksson - Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
- Fundarstjóri var Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
- Frummælendur:
- Fundur 8, í Háskólabíói, mánudaginn 12. janúar 2009.
- Frummælendur
- Robert Wade - prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics.
- Raffaella Tenconi - hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London.
- Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir - stjórnsýslufræðingur.
- Herbert Sveinbjörnsson - heimildamyndagerðarmaður og aðgerðarsinni.
- Fundarstjóri var Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
- Frummælendur
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ http://www.natturan.is/samfelagid/efni/10913/[óvirkur tengill]
- ↑ Opið fundarboð til ráðamanna þjóðarinnar Geymt 6 október 2017 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2008. Sótt 28. mars 2017.
- ↑ http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4202791[óvirkur tengill]
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- http://www.borgarafundur.org/ Geymt 19 janúar 2009 í Wayback Machine