Eva Hauksdóttir
Eva Hauksdóttir (fædd 1. júlí 1967) er íslenskur lögmaður, aðgerðarsinni, rithöfundur, norn, álitsgjafi og áhugamanneskja um samfélagsmál. [1]
Eva er íslensku- og bókmenntafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og lauk lögfræðinámi í alþjóðlegri mannréttindalöggjöf frá Strathclyde-háskóla í Glasgow.[2] Hún er í sambandi/sambúð með Einari Steingrímssyni,[3] prófessor.[4]
Eva rekur lögmannsstofuna Hlít. [5]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Aðgerðarsinninn Eva
[breyta | breyta frumkóða]Eva Hauksdóttir var mjög virk í mótmælum búsáhaldabyltingarinnar frá miðjum nóvember 2008 og út janúar 2009 og var þar í hópi aðgerðarsinni.[6] Krafa Evu og annara aðgerðasinna/anarkista var að reka ríkisstjórnina í burtu og koma á beinu lýðræði í framhaldinu.
Aðkoma Evu í áhlaupinu á lögreglustöðina 22. nóvember 2008.
[breyta | breyta frumkóða]Sonur Evu, Haukur Hilmarsson, var handtekinn 21. nóvember 2008 fyrir að draga bónusfána að húni efst á þaki Alþingis í miðjum mótmælum. Síðar kom í ljós að ástæða handtökunnar var ekki vegna fánaatviksins heldur vegna fangelsisdóms sem Haukur hafði hlotið en átti eftir að afplána. Í kjölfarið réðst fjöldi fólks í áhlaup á lögreglustöðina við Hlemm.[7] Eva Hauksdóttir hélt ræðu fyrir utan lögreglustöðina hvar hún fór fram á frelsi sonar síns. Eftir að engin viðbrögð fengust frá lögreglu hófu mótmælendur áhlaup inn í húsið í gegnum læstar aðaldyr höfuðstöðvar lögreglunnar. Á meðan mótmælunum stóðu beitti lögreglan piparúða og fjölmargir leituðu sér aðhlynningar á slysadeild, meðal annars Eva Hauksdóttir sem þótti mótmæla friðsamlega. [heimild vantar]
Bloggari, pistlahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi
[breyta | breyta frumkóða]Eva var afkastamikill bloggari. Hún er nú pistlahöfundur þar sem hún lætur sig varða ýmis konar samfélagsmál, og heldur úti eigin heimasíðu norn.is[8] [1][9] Eva er með hlaðvarpið Til hlítar á Brotkast.is.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2017. Sótt 27. janúar 2017.
- ↑ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/04/segir_dolgafeminisma_ekki_vinsaelan/
- ↑ https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/about?lst=535248237%3A603012962%3A1485724750
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. febrúar 2017. Sótt 29. janúar 2017.
- ↑ [ https://hlit.is/] Hlít.is
- ↑ http://www.dv.is/sandkorn/2009/10/9/logmadur-bjargadi-motmaelanda/
- ↑ http://www.dv.is/sandkorn/2009/10/9/logmadur-bjargadi-motmaelanda/
- ↑ norn.is
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. febrúar 2017. Sótt 27. janúar 2017.