Sigurjón Þ. Árnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sigurjón Þ. Árnason (f. 24. júlí 1966) var bankastjóri Landsbanka Íslands fyrir bankahrunið. Hann starfaði við stundakennslu hjá Háskólanum í Reykjavík. Sigurjón lauk gráðu í vélaverkfræði við Háskóla Íslands árið 1992. Hann nam MBA-gráðu við Háskólann í Minnesota og enn frekara framhaldsmnám við Tækniháskólann í Berlín. Hann var ráðinn bankastjóri við Landsbankann í apríl 2003.

Sigurjón var dæmdur í 3 og hálfs árs fangelsi haustið 2015 fyrir Imon-málið sem snerist um sölu Lands­bank­ans á eig­in bréf­um. Hann hafði áður, árið 2014 verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir markaðsmisnotkun, þar af 9 mánuði skilorðsbundið.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

<references>

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Sigurjón Þ. Árnason dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Ímon-málinu. Kjarninn. Skoðað 15. janúar 2016.