Fara í innihald

Bubbi Morthens

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bubbi Morthens
Bubbi Morthens árið 2006
Bubbi Morthens árið 2006
Upplýsingar
FæddurÁsbjörn Kristinsson Morthens
6. júní 1956 (1956-06-06) (68 ára)
Reykjavík, Ísland
Störf
  • Tónlistarmaður
  • lagahöfundur
Ár virkur1979–í dag
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
  • munnharpa
Útgáfufyrirtæki
Vefsíðabubbi.is
Bubbi Morthens, Laugardal (2007).

Ásbjörn Kristinsson Morthens (f. 6. júní 1956), oftast nefndur Bubbi Morthens, er íslenskur tónlistarmaður. Móðir hans var dönsk og pabbi hans hálfíslenskur og hálfnorskur.

Bubbi hefur verið þekktur í íslensku tónlistarlífi síðan á 9. áratugnum. Hann hefur verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum, þekktastar eru Utangarðsmenn og Egó, en lengst af hefur hann verið einn með gítarinn sem trúbador. Bubbi hefur í gegnum tíðina selt fleiri plötur á Íslandi en nokkur annar tónlistarmaður. Bubbi hélt tónleika sem voru kallaðir „06.06.06“ árið 2006 og voru teknir upp til útgáfu á DVD.

Bubbi kemur úr fjölskyldu listamanna. Pabbi hans, Kristinn Morthens, var myndlistarmaður. Föðurbróðir Bubba, Haukur Morthens, var frægur söngvari. Eldri bróðir Bubba, Þorlákur Morthens, oftast kallaður Tolli, var söngvari á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en er núna myndlistarmaður.

Fyrstu árin

[breyta | breyta frumkóða]

Ásbjörn Kristinsson Morthens fæddist þann 6. júní 1956 í Reykjavík. Hann er sonur hjónanna Grethe Skotte Pedersen (1929–1982), húsmóður og listakonu, og Kristins Morthens (1917–2002), listamanns. Grethe var dönsk og Kristinn hálfnorskur og hálfíslenskur. Ásbjörn er yngstur fjögurra bræðra. Eldri bræður hans eru þeir Arthúr Morthens (1948–2016), Sveinn Allan Morthens (* 1951) og Þorlákur (Tolli) Morthens (* 1953). Ásbjörn og fjölskyldan bjuggu fyrstu fjögur ár Ásbjarnar á þriðju hæð Barónstígs 43, en fluttu síðan um vorið 1960 í blokk við Gnoðarvoginn.

Ásbjörn byrjaði menntun sína hér á landi, í tímakennslu hjá séra Árelíusi Níelssyni, og segir hann að hann og Árelíus hafi orðið miklir vinir. Þorleifur Guðjónsson, sem átti eftir að spila með Ásbirni í Egóinu tveimur áratugum eða svo seinna, var einnig í tímakennslu hjá Árelíusi. Eftir tímakennsluna hjá Árelíusi fór Ásbjörn í Vogaskóla. Í ævisögu sinni frá 1990, sem Silja Aðalsteinsdóttir ritaði, talaði hann um hvernig honum var strítt í skóla fyrir talerfiðleika sína.

Ég var smámæltur, gat ekki sagt S eðlilega og var sendur til talkennara. Ég mætti stíft, skrópaði ekki eitt einasta skipti. Mér var strítt á því að vera að læra að tala, en ég tók því með ró. Ég vissi að það yrði tímabundið.

Árið 1971, þegar Ásbjörn var 15 ára, flutti hann með mömmu sinni og frænda sínum Bergþóri, sem átti eftir að vera með honum í Egóinu, til Danmerkur. Þegar þangað var komið sendi mamma Ásbjarnar hann og Bergþór í heimavistarskóla í Fredericia á Jótlandi. Í fyrrnefndri ævisögu sinni talaði Ásbjörn um skólavistina.

Mömmu var sagt að þetta var afskaplega góður skóli, en hann reyndist vera beint út úr sögu fyrir Charles Dickens. Menn urðu að vera í skólabúningum, öllum var troðið í kapellu á hverjum morgni til að syngja sálma, krakkarnir voru barðir á fingurna með spanskreyr fyrir minnstu yfirsjónir, hífðir upp á eyrunum og agaðir út í eitt með eilífum hótunum.

Vist Bubba í þessum skóla endaði svo einn dag þegar frændi hans, Bergþór, og vinur hans voru á leið í skólann og keyrt var á þá. Bergþór slapp vel, en hinn strákurinn meiddist illa. Þegar þeir komu svo í skólann var þeim refsað fyrir að koma skólanum í vandræði. Bergþór sagði Ásbirni frá þessu öllu og Ásbjörn hringdi í Grethe, móður sína. Þegar hann rak söguna í ævisögu sinni frá 1990, talaði Ásbjörn um þegar umsjónarkennari strákanna labbaði inn á vist þegar Grethe var að hlúa að strákunum.

Mamma segir við hann: "Ég fer með syni mína héðan í dag. Ég ætla ekki að kæra ykkur, en ég held að þið ættuð að hringja á sjúkrabíl handa þessum dreng." Þá segir kennarinn – hann kenndi okkur smíði: "Hvis de ikke opfører sig ordentlig så giv dem bare nogen øretæver! – ef þeir haga sér ekki skikkanlega skaltu bara löðrunga þá." Þá labbaði mamma að honum, kerrti hnakkann og sagði "það segir enginn hvernig ég el upp mín börn mín. Og ef einhver á skilið löðrung, þá ert það þú!" Hann varð alveg eins og aumingi.

Núna þegar að strákarnir voru fluttir út af heimavistinni og inn á mömmu Bubba, sem leigði íbúð í Árósum, þurfti Grethe að finna stærra húsnæði fyrir þau þrjú. Að lokum fluttu þau inn í íbúð sem Pétur Hauksson, sonur Hauks D. Þórðarssonar, yfirlæknis á Reykjalundi, og kærasta hans áttu.

Hjónabönd og börn

[breyta | breyta frumkóða]

Bubbi hefur verið giftur þrisvar sinnum. Hann var giftur fyrstu eiginkonu sinni, Ingu Sólveigu Friðjónsdóttur ljósmyndara, frá 1980 til 1984. Hann samdi Konu, fyrstu skilnaðarplötu sína, um Ingu. Hann var giftur annari eiginkonu sinni, Brynju Gunnarsdóttur, fyrrverandi bankastarfsmaður og núverandi eigandi útfarastofu, frá 1988 til 2004. Þau eignuðust þrjú börn saman: Hörð 1990; Grétu 1992 og Brynjar Úlf 1998. Bubbi samdi Ást og ...í sex skrefa fjarlægð frá paradís, aðra og þriðju skilnaðarplötuna sína, um Brynju. Bubbi giftist þriðju og núverandi eiginkonu sinni, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, 7. júní 2008 og þau eiga tvö börn saman: Dögun 2009 og Aþenu 2012.

Bubbi talaði og hefur talað mjög opinberlega um neyslu sína sem hann glímdi við til 1996. Í laginu Manstu af plötunni Dögun og í Bubbi, fyrstu ævisögu sinni sem Silja Aðalsteinsdóttir skrifaði árið 1990, talaði hann um neyslu sína sem hann glímdi við frá barnæsku og til 1985.

Eftir að Bubbi fór í meðferð 15. janúar 1985 hélst hann edrú. Í viðtali við Alþýðublaðið um ljóðaplötu sína frá 1996, Hvíta hliðin á svörtu, sagði hann að það væri rökkur í ljóðunum og að þau fjalli að stórum hluta um eiturlyf. Í ljóði úr Öskraðu gat á myrkrið talaði Bubbi um fyrstu kynni sín af kókaíni.

Ameríkuferð

[breyta | breyta frumkóða]

Snemma árs 1984 fór Bubbi ásamt vini sínum og fyrrverandi Utangarðsmanni Danna Pollock út til Los Angeles. Pælingin með ferðinni var upprunalega að stofna nýja hljómsveit. Eiginkona Bubba á þessum tíma, Inga Sólveig Friðjónsdóttir, var úti í Los Angeles að læra ljósmyndun. Þegar Bubba bar að garði var Inga byrjuð að slá sér upp með öðrum manni, eins og Bubbi segir í ævisögu sinni frá 1990. Bubbi var djúpt í neyslu á þessum tíma og, þegar heim var komið aftur, var hann búinn með mestalla peningana sem hann hafði farið út með.

Ég fór með honum til LA og San Fransisco þar sem konan hans var. Þetta var bara flipp í raun og veru. Hann talaði um að fara í stúdíó og ég fór með einhverja gítara en þeir voru aldrei notaðir og það varð ekkert af því. Hann var bara að elta konuna og kókið. Danny Pollock, Bubbi Morthens: Ferillinn í fjörtíu ár, 2020.

Á meðan hann var úti bauðst Bubba aðalhlutverk í stórmynd um goðið Þór.

Aldrei fékk ég að sjá handrit að kvikmyndinni, en þegar ég fékk loksins að sjá grunn að handriti varð ég skelkaður. Þetta reyndist vera þriðja flokks ævintýra- og ofbeldismynd. Þegar myndin byrjar átti Þór að sitja uppi á himnum með hinum guðunum, en svo fær hann leyfi til að fara niður til jarðar í einn dag. Hann lendir vitaskuld í Los Angeles, í gervi manns en með yfirnáttúrulega hæfileika. Svo kynnist hann stúlku í hvelli og skemmtir sér svo vel að hann neitar að koma til baka og fellur í ónáð hjá Óðni! Inn í þetta átti að koma pönktónlist og svo átti ég að fara með Völuspá á íslensku! Algert Rugl, maður.

Þátttaka í mótmælum

[breyta | breyta frumkóða]

Bubbi Morthens tók virkan þátt í ýmsum mótmælafundum veturinn 2008–9. Aðeins tveimur dögum eftir ávarp Geirs H. Haarde þann 6. október boðaði Bubbi til einna fyrstu mótmælanna vegna bankahrunsins. Þann 8. október 2008 boðaði hann til samstöðutónleika á Austurvelli. Yfirskrift tónleikanna var „krónan er fallin“ og mættu um 300 manns á tónleikana. Hljómsveitin Stríð og Friður spilaði með Bubba á tónleikunum og þar hljómaði lagið Ein stór fjölskylda í frumflutningi Bubba. Samkvæmt Morgunblaðinu einkenndi ládeyða stemmninguna á Austurvelli þennan dag, en lagið var bjartsýnisóður til þjóðarinnar. Fólk mætti með skilti með trúarlegum boðskap og hægt var að kaupa boli með áletruninni „Bankanum þínum er sama um þig“.[1]

Þann 10. nóvember 2008 sungu Björn Jörundur Friðbjörnsson og Bubbi saman á blaðamannafundi til að vekja athygli á samstöðutónleikum sem haldnir voru í Laugardalshöll þann 16. nóvember[2]. Björn og Bubbi sungu lagið Er völlur grær. Hugmyndin að tónleikunum kom frá Bubba og sá Lára Ómarsdóttir um kynningarmál fyrir tónleikana[3]. Allir gáfu vinnu sína við tónleikana, en Bubbi sagði að til af tónleikunum yrði þá vantaði 1,5 milljón krónur fyrir rafmagni og þrifum frá Reykjavíkurborg.[4] Þeir peningar komu ekki frá Reykjavíkurborg, en tónleikarnir voru samt haldnir. Þeir báru yfirskriftina „Áfram með lífið“. Aðgangseyrir var ókeypis og meðal þeirra sem komu fram ásamt Bubba voru Baggalútur, Lay Low, Sálin hans Jóns míns, Ham, Ragnheiður Gröndal, Stuðmenn, Buff og Nýdönsk.[5]

23. maí 2009 héldu Hagsmunasamtök heimilanna samstöðufund á sérstökum útifundi á Austurvelli til að minna á það „neyðarástand“ sem þá var uppi í íslensku þjóðfélagi. Um fjögur hundruð manns mættu samkvæmt lögreglu. Hljómsveitin Egó með Bubba í fararbroddi spilaði nokkur lög á tónleikunum.[6]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Skapar fegurðin hamingjuna (1987)
  • Moon In The Gutter (1988)
  • 56 (1988)
  • Hver er næstur (1989)
  • Mér líkar það (1999)
  • Nei nei nei – Tjáningarfrelsi (2004)
  • Ég er kominn heim (2008)
  • Ísbjarnarblús (smáskífa fyrir Bubba og Stórsveit Reykjavíkur, 2008)
  • Sól bros þín (smáskífa fyrir Túngumál, 2017)
  • Ég hef enga skoðun (smáskífa fyrir Tungumál, 2017)
  • Ég rata ekki heim (2018)
  • Gamalt vor (2018)
  • Velkomin (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2020)
  • Án þín (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019, með Katrínu Halldóru)
  • Límdu saman heiminn minn (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019)
  • Regnbogans stræti (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019)
  • Skríða (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2020)
  • Þöggun (2020, með Hjálmum)
  • Sól rís (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2020)
  • Á horni hamingjunnar (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
  • Ástrós (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021, með BRÍETI)
  • Ennþá er tími (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
  • Ertu góður? (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
  • Sunnudagur (með laugardagskvöld í fanginu) (2022)
  • Tárin falla hægt (með Auði, 2022)

Safnplötur

[breyta | breyta frumkóða]

Tónleikaplötur

[breyta | breyta frumkóða]

Birtist á

  • Mitt líf, bauðs eitthvað betra? (Bjarni Tryggvason, 1986), lagið Ástardraumur (ásamt Bjarna Tryggvasyni)
  • Tiggarens tal (Imperiet, 1988), lagið I hennes sovrum (kassagítar)
  • Og augun opnast (Hilmar Oddsson, 1989), lögin Hrikaleg, Og augun opnast, Allur lurkum laminn og Vakandi, sofandi.
  • Andartak (Rabbi, 1991), lagið Hve lengi? (með Sævari Sverrissyni)
  • Stóri draumurinn (Orri Harðarsson, 1994), lagið Uppgjörið (með Orra Harðarssyni)
  • Bitte nú (Borgardætur, 1995), lagið Gott líf (með Ragnari Bjarnassyni, KK og Borgardætrum)
  • Litla hryllingsbúðin (Úr söngleik, 1999), lögin Gemmér og Matarhlé.
  • Með stuð í hjarta (Rúnar Júlíusson, 1996), lagið Fæstir fá það frítt (kvittaðu fyrir lífsstílin) (ásamt Rúnari Júlíussyni)
  • Kóróna Landsins (Ómar Ragnarsson, 2003), lagið Maður og hvalur,
  • Jameson (Papar, 2011), lagið Hæ hoppsa-sí
  • Dúett 3 (Björgvin Halldórsson, 2013), lagið Það er gott að elska (með Björgvini Halldórssyni)
  • Tíminn líður hratt (Magnús Eiríksson, 2015), lagið Braggablús.
  • Undrabarnið (Haki, 2021), lagið Flýg.

Árið 1991 var Bubbi byrjaður að verða tíður gestur Rúnars Júlíussonar á heimili hins síðarnefnda í Keflavík. Þar töluðu þeir um tónlist, sömdu tónlist og unnu að tónlist. Ásamt Bubba í þessum heimsóknum var Óttar Felix Hauksson, athafnamaður og fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Pops. Rúnar hafði flutt með Bubba tvö Hljómalög á útgáfutónleikum plötu Bubba Sögur af landi á skemmtistaðnum Ömmu Lú í desember árið áður, ásamt því að hafa komið fram á Þorláksmessutónleikum Bubba. Í æsku hafði Rúnar verið hálfgert átrúnaðargoð Bubba, svo það að vinna með Rúnari var draumur hjá Bubba. Úr heimsóknunum kom fram hljómsveitin GCD. Nafnið kom frá þeim hljómum sem oftast voru notaðir í lögum sveitarinnar, að sögn Óttars. Sveitin gaf út þrjár breiðskífur á fjórum árum, en Bubbi og Rúnar áttu eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Eftir andlát Rúnars árið 2008 kom sonur Rúnars, Júlíus, í stað föðurs síns og söng til dæmis með sveitinni á Ljósanótt í Keflavík 2009.

  • GCD (1991)
  • Svefnvana (1993)
  • Teika (1995)
  • Mýrdalssandur (safnplata) (2002)

Hljómsveitir (í tímaröð)

[breyta | breyta frumkóða]
  • Bubbi (skrifuð af Silju Aðalsteinsdóttur, 1990)
  • Rúmið hans Árna (fyrsta bók Bubba sem rithöfundur, 1994)
  • BOX (skrifuð af Bubba og Sverri Agnarssyni, 1998)
  • Djúpríkið (gerð af Bubba og breska rithöfundinum Robert Jackson, 2004)
  • Ballaðan um Bubba Morthens (skrifuð af Bubba í samstarfi við Jóni Atla Jónassyni, 2006)
  • Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð (skrifuð af Bubba, 2007)
  • Áin (skrifuð af Bubba, 2009)
  • Bubbi – Samtalsbók (skrifuð af Árna Árnasyni, 2010)
  • Veiðisögur Bubba (skrifuð af Bubba, 2011)
  • Bubbi Morthens: Ferillinn í fjörutíu ár (skrifuð af Árna Matthíassyni, 2020)

Ljóðabækur

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Net (2008)
  2. Öskraðu gat á myrkrið (2015)
  3. Hreistur (2017)
  4. Rof (2018)
  5. Velkominn (2019)
  6. Orð, ekkert nema orð (2021)

Kvikmyndir, söngleikir og sjónvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Rokk í Reykjavík (1982) – birtist í fararbroddi Egósins
  2. Kvöldstund með listamanni (1986) – Megas tekur viðtal við Bubba.
  3. Kvöldstund með listamanni (1987) – Bubbi tekur viðtal við Megas.
  4. Bubbi, Hörður Torfason og Megas: Hljómleikar í Háskólabíói (1988) – Upptaka frá tónleikum sem Bubbi, Hörður Torfason og Megas héldu gegn eyðni 30. nóvember 1988.
  5. Carmen Negra (1998) – Söngleikur frumsýndur í Íslensku óperunni. Bubbi syngur hlutverk hermannsins Remendado.
  6. Litla hryllingsbúðin (1999) – Bubbi syngur hlutverk plöntunnar.
  7. Blindsker (2004) – Heimildarmynd um ævi Bubba.
  8. Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur (2008) – Upptaka frá tónleikum Bubba og Stórsveit Reykjavíkur sem haldnir voru 4. Janúar sama ár
  9. Áin – Ættbálkurinn á bakkanum (2009) – Heimildarmynd um laxveiði
  10. Ísland Got Talent (2014) – Raunveruleikaþættir byggðir á Got Talent þáttunum

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ládeyða á Austurvelli, Morgunblaðið, 9. október 2008, bls. 42
  2. Af öllu hjarta, Morgunblaðið, 11. nóvember 2008, bls. 21
  3. Lára til liðs við Bubba, Fréttablaðið, 11. nóvember 2008, bls. 20
  4. Bubbi ákveðinn í að halda tónleika, Morgunblaðið, 7. nóvember 2008, bls. 42
  5. Hlýleg stemning á samstöðutónleikum, Morgunblaðið, 17. nóvember 2008, bls. 40
  6. Vilja enga ölmusu, heldur leiðréttingu, Morgunblaðið, 25. maí 2009, bls. 11
  7. „Bubbi Morthens – Forsíða“. gamli.bubbi.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2023. Sótt 1. mars 2023.