Bubbi Morthens

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Bubbi Morthens, Laugardal (2007).
Bubbi Morthens

Ásbjörn Kristinsson Morthens (fæddur 6. júní 1956 í Reykjavík á Íslandi), oftast nefndur Bubbi Morthens, er íslenskur tónlistarmaður. Móðir hans var dönsk og pabbi hans hálfíslenskur og hálfnorskur.

Bubbi hefur verið þekktur í íslensku tónlistarlífi síðan á 9. áratugnum. Hann hefur verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum, þekktastar eru Utangarðsmenn og Egó en lengst af hefur hann verið einn með gítarinn sem trúbador. Bubbi hefur í gegnum tíðina selt fleiri plötur á Íslandi en nokkur annar tónlistarmaður, íslenskur eða erlendur. Bubbi hélt þekkta tónleika sem voru kallaðir "06.06.06" árið 2006.

Haustið 2015 gaf hann út ljóðabókina Öskraðu gat á myrkrið.

Þátttaka í mótmælum[breyta | breyta frumkóða]

Bubbi Morthens tók virkan þátt í ýmsum mótmælafundum veturinn 2008-9. Aðeins tveimur dögum eftir ávarp Geirs H. Haarde þann 6. október, þar sem hann bað Guð að blessa Ísland boðaði Bubbi til einna fyrstu mótmælananna vegna bankahrunsins. Þann 8. október 2008 boðaði hann til samstöðutónleika á Austurvelli. Yfirskrift tónleikanna var „krónan er fallin“ og mættu um 300 manns á tónleikana. Hljómsveitin Stríð og Friður spilaði með Bubba á tónleikunum og þar hljómaði lagið „Ein stór fjölskylda“ í frumflutningi Bubba. Samkvæmt Morgunblaðinu einkenndi ládeyða stemmninguna á Austurvelli þennan dag en lagið var bjartsýnisóður til þjóðarinnar[1]. Fólk mætti með skilti með trúarlegum boðskap og hægt var að kaupa boli með áletruninni „Bankanum þínum er sama um þig“.

Þann 10. nóvember 2008 spiluðu Björn Jörundur Friðbjörnsson og Bubbi saman á blaðamannafundi til að vekja athygli á samstöðutónleikum sem haldnir voru í Laugardagshöll þann 16. nóvember[2]. Björn og Bubbi sungu lagið „Er völlur grær“. Hugmyndin að tónleikunum kom frá Bubba og sá Lára Ómarsdóttir um kynningarmál fyrir tónleikana[3]. Allir gáfu vinnu sína við tónleikana en Bubbi sagði að til af tónleikunum yrði þá vantaði 1,5 milljón krónur fyrir rafmagni og þrifum frá Reykjavíkurborg. Þeir peningar komu ekki frá Reykjavíkurborg en tónleikarnir voru samt haldnir[4]. Þeir báru yfirskriftina „Áfram með lífið“. Aðgangseyrir var ókeypis og meðal þeirra sem komu fram ásamt Bubba voru Baggalútur, Lay Low, Sálin hans Jóns míns, Ham, Ragnheiður Gröndal, Stuðmenn, Buff og Nýdönsk.

23. maí 2009 héldu Hagsmunasamtök heimilanna samstöðufund á sérstökum útifundi á Austurvelli til að minna á það „neyðarástand“ sem þá var uppi í íslensku þjóðfélagi. Um fjögur hundruð manns mættu samkvæmt lögreglu. Hljómsveitin Egó með Bubba í fararbroddi spilaði nokkur lög á tónleikunum[5].

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

GCD (með Rúnari Júlíussyni)[breyta | breyta frumkóða]

  • GCD (1991)
  • Svefnvana (1993)
  • Teika (1995)
  • Mýrdalssandur (safnplata) (2002)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi og tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=286210&pageId=4180690&lang=is&q=2008%20MORGUNBLA%D0I%D0
  2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=286210&pageId=4180690&lang=is&q=2008%20MORGUNBLA%D0I%D0
  3. http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/081111.pdf[óvirkur hlekkur]
  4. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=98541&pageId=1203562&lang=is&q=MORGUNBLA%D0I%D0
  5. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=98541&pageId=1203562&lang=is&q=MORGUNBLA%D0I%D0