Tjarnargata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Séð yfir hús við Tjarnargötu. 1934.
Tjarnargata árið 2003

Tjarnargata liggur meðfram vestanverðri Reykjavíkurtjörn. Hún er ein elsta gata Reykjavíkur og hlaut núverandi nafn sitt um miðja nítjándu öld. Fjöldi sögufrægra húsa stendur við Tjarnargötu.

Tjarnargata á sér að öllum líkindum langa sögu sem troðningur eða vegarslóði frá bæjarhúsum gamla Reykjavíkurbæjarins einhvern spotta meðfram Tjörninni til suðurs.

Upp úr aldamótunum 1900 var ráðist í að leggja þokkalega götu fyrir neðan Tjarnarbakkann, sem þá var orðið vinsælt byggingarsvæði. Á næstu árum myndaðist samfelld húsaröð meðfram vestanverðri götunni allt til Skothúsvegar. Snemma var ákveðið að breikka götuna allverulega með landfyllingu út í Tjörnina.

Mörg húsa þeirra sem reist voru við Tjarnargötuna á fyrstu árum tuttugustu aldar voru reisuleg timburhús sem ættuð voru frá Noregi. Ýmsir af æðstu embættismönnum og athafnamönnum Reykjavíkur á þessum tíma bjuggu sér heimili við Tjarnargötuna. Við norðurenda götunnar er samfelld röð steinhúsa, meðal annars Tjarnarbíó sem upphaflega var reist sem íshús, og Gamla slökkvistöðin í Reykjavík.

Málvenja[breyta | breyta frumkóða]

Í bók sinni Skynsamleg orð og skætingur skrifar Helgi Hálfdanarson grein um forsetningar og staðarnöfn og þar kemur fram að það sé málvenja að tala um að eitthvað sé „í Tjarnargötu“. Dæmi í dagblöðum styðja þessa venju. [1]

Helstu byggingar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tímarit.is
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.