Guð blessi Ísland
Útlit
„Guð blessi Ísland“ er setning sem Geir Haarde lauk með sjónvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar á, skömmu eftir bankahrunið á Íslandi þann 6. október 2008. Orðin urðu fleyg sem tákn fyrir kreppuna á Íslandi.[1] Að sögn Geirs áttu orðin að vera „vinaleg kveðja“ en ekki trúarleg bón.[2][3]
Samnefnt útvarpsleikrit eftir Símon Birgisson og Malte Scholz var frumflutt hjá Útvarpsleikhúsinu í september 2009[heimild vantar] og heimildarmynd með sama heiti eftir Helga Felixson var frumsýnd 6. október árið eftir (sjá Guð blessi Ísland (kvikmynd)).[4]
Árið 2017 kom út samnefnt leikrit eftir Þorleif Örn Arnarson og Mikael Torfason sem fjallar um hrunið.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Guðni Tómasson (24. október 2017). „Ávarpið sjálft blekking“. RÚV. Sótt 17. október 2024. „„Guð blessi Ísland" eru orðin eins konar einkennisorð fyrir hrunið [..]“
- ↑ „Átti að vera vinaleg kveðja“. Morgunblaðið. 31. október 2009. Sótt 17. október 2024.
- ↑ Boði Logason (10. júní 2023). „Fimmtán ár frá Guð blessi Ísland ræðunni“. Vísir.is. Sótt 17. október 2024.
- ↑ Jóhann Bjarni Kolbeinsson (3. september 2009). „Þetta er bara allt farið í steik“. Morgunblaðið. Sótt 17. október 2024.