Fara í innihald

Korean Air Lines flug 902

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flugleið Korean Air Lines 902.

Korean Air Lines flug 902 var áætlunarflug Korean Air Lines frá París til Seúl með viðkomu í Anchorage í Alaska 20. apríl 1978. Flugvélin var af tegundinni Boeing 707 og vegna bilunar í leiðsögubúnaði sneri hún af leið norðan við Grænland og flaug inn í lofthelgi Sovétríkjanna við Kólaskaga. Loftvarnarsveit Sovétríkjanna sendi Sukhoi Su-15-orrustuflugvél á móti vélinni. Sovétmenn héldu því svo fram að vélin hefði óhlýðnast fyrirmælum sem leiddi til þess að orrustuflugvélin skaut á hana. Afleiðingarnar urðu að tveir farþegar létust og vélin þurfti að nauðlenda á frosnu vatni nærri finnsku landamærunum.

Eftir atvikið neituðu sovésk yfirvöld að hleypa alþjóðlegum sérfræðingum að rannsókn málsins. Flugmaður og siglingafræðingur vélarinnar voru handteknir en Forsætisnefnd Æðstaráðs Sovétríkjanna ákvað að náða þá og þeir voru leystir úr haldi 29. apríl.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.