Alþjóðastofnun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Alþjóðasamtök)
Jump to navigation Jump to search

Alþjóðastofnun eða alþjóðasamtök er samtök fullvalda ríkja sem hafa ákveðin markmið og reglur sem aðilar að þeim þurfa að fullnægja og fylgja eftir. Sem dæmi má nefna Evrópusambandið, Rauða krossinn eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Alþjóðleg félagasamtök, sem á ensku útleggst sem non-governmental organization (NGO), eru samtök sem fyrir einstaklinga sem starfa þvert á landamæri. Nokkuð er um að þessi hugtök séu notuð frjálslega og þeim ruglað saman en almennt er notast við alþjóðastofnun um samtök ríkja og alþjóðasamtök eða alþjóðleg félagasamtök um frjáls félagasamtök.

Margar alþjóðastofnanir eru bundnar við ákveðin svæði eða jafnvel heimsálfur, t.d. Samband Suðaustur-Asíuríkja. Aðrar stofnanir eru hnattrænar, t.d. Sameinuðu þjóðirnar. Flestar alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök eiga sér stofnsáttmála. Sem aðildarríki þurfa að samþykkja og, í sumum tilvikum, binda í lög.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.