Fara í innihald

Valdaránið í Tékkóslóvakíu 1948

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Edvard Beneš (1884-1948).
Klement Gottwald (1896-1953).

Valdaránið í Tékkóslóvakíu 1948 átti sér stað í febrúar 1948 og var mikilvægur atburður í Kalda stríðinu. Með valdaráninu tóku kommúnistar öll völd í ríkisstjórn Tékkóslóvakíu með stuðningi Stalíns í Sovétríkjunum. Í augum vesturlanda var Stalín þar með að tryggja stöðu sína sín megin við Járntjaldið. Þessi atburður varð því til þess að flýta fyrir stofnun Marshallaðstoðarinnar og Norður-Atlantshafsbandalagsins. Strangt til tekið var ekki um valdarán að ræða þar sem forseti Tékkóslóvakíu skipaði ráðherrana en Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu var við völd fram að falli Berlínarmúrsins 1990.

Í þingkosningunum sem haldnar voru 1946 í Tékkóslóvakíu fengu kommúnistar flest atkvæði, 31.2%, og mynduðu samsteypustjórn með öðrum flokkum. Eftir um hálft kjörtímabilið höfðu óvinsældir kommúnista aukist og ljóst þótti að þeir myndu tapa fylgi í kosningunum sem áttu að fara fram í maí 1948. Tveir helstu áhrifamenn við valdaránið voru Edvard Beneš sem var forseti Tékkóslóvakíu 1935-38, 40-45 og 45-48 og Klement Gottwald sem var forsætisráðherra frá árinu 1946 til 1948 þegar hann tók við af Beneš sem forseti í júní. Gottwald þrýsti á Beneš að skipa ríkisstjórn kommúnista þótt þeir hefðu ekki fengið svo afgerandi meirihluta í lýðræðislegum kosningum árið 1946. Beneš lét hins vegar undan þrýstingi Gottwalds sem tók við af honum sem forseti. Gottwald var forseti Tékkóslóvakíu í fimm ár, fram að dauðadegi sínum árið 1953 jafnframt því sem hann var formaður Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu 1929–1953.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.