Hallstein-kenningin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Walter Hallstein tekur við Schumann-verðlaununum 1969.

Hallstein-kenningin (nefnd eftir þýska stjórnmálamanninum Walter Hallstein) var lykilþáttur í utanríkisstefnu Vestur-Þýskalands milli 1955 og 1970. Hún fólst í því að Vestur-Þýskaland myndi ekki eiga í stjórnmálasambandi við neitt það ríki sem viðurkenndi Austur-Þýskaland. Þessi stefna var afnumin árið 1970 þegar samband ríkjanna breyttist.

Stefnan varð stöðugt erfiðari í framkvæmd og oft var hún alls ekki virt, eins og þegar Vestur-Þýskaland tók upp stjórnmálasamband við Sovétríkin árið 1955, en í öllum tilvikum var fundin einhver afsökun.

Opinberlega var hætt að fylgja Hallstein-kenningunni eftir þegar Willy Brandt varð kanslari 1969 og setti fram nýja austurstefnu (neue Ostpolitik) sem var ætlað að bæta sambúð ríkjanna.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]