Fara í innihald

Truman-kenningin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsetamálverk af Harry S. Truman, sem setti fram Truman-kenninguna.

Truman-kenningin var stefna í alþjóðastjórnmálum sem Harry S. Truman Bandaríkjaforseti setti fram í ræðu 12. mars 1947. Kenningin gekk út á að ef Bandaríkin og bandamenn þeirra aðstoðuðu ekki Grikki og Tyrki myndu þessi lönd verða kommúnistaríki og hluti af áhrifasvæði Sovétríkjanna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimshlutann.[1] Tilefni ræðunnar var Borgarastyrjöldin í Grikklandi (1946-1949) en vegna togstreitunnar milli Grikklands og Tyrklands taldi Truman að bæði löndin yrðu að fá sömu aðstoð. Í kjölfarið veittu Bandaríkin báðum löndunum hernaðarlega og efnahagslega aðstoð.

Sumir sagnfræðingar líta á ræðu Trumans sem upphaf Kalda stríðsins og þeirrar stefnu að hindra útþenslu Sovétríkjanna. Tveimur árum síðar var Atlantshafsbandalagið stofnað.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Harry Truman: Óundirbúinn forseti“. Dagblaðið Vísir. 30. mars 1985. bls. 56-57.