Fara í innihald

Upplausn Tékkóslóvakíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Skipting Tékkóslóvakíu)
Aðildarlönd Tékkóslóvakíu milli 1969 og 1989.

Upplausn Tékkóslóvakíu varð í kjölfar friðsamlegrar ákvörðunar um að skipta Tékkóslóvakíu í tvö ríki, Tékkland og Slóvakíu. Skiptingin tók gildi 1. janúar 1993. Hún tók mið af mörkum sem gilt höfðu milli alþýðulýðveldisins Tékklands og alþýðulýðveldisins Slóvakíu frá 1969, en þetta voru aðildarlönd sambandslýðveldisins Tékkóslóvakíu. Stundum var þessi atburður kallaður „flauelsskilnaðurinn“, með vísun í Flauelsbyltinguna árið 1989, þegar Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu missti völdin í landinu. Ákvörðunin var samt tekin af ráðamönnum vegna deilna um meiri samstjórn frá Prag eins og Tékkar vildu, eða meiri valddreifingu eins og Slóvakar vildu. Íbúar fengu ekki að segja sitt álit með þjóðaratkvæðagreiðslu og töluverð andstaða var við skiptinguna meðal almennings. Aðeins 36% Tékka og 37% Slóvaka studdu skiptinguna árið 1992, en stuðningurinn hefur aukist lítillega síðan.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.