Samtök hlutlausra ríkja
Samtök hlutlausra ríkja (enska: Non-Aligned Movement eða NAM) eru alþjóðasamtök ríkja sem ekki tilheyra tilteknum valdablokkum í alþjóðastjórnmálum. Samtökin voru stofnuð að undirlagi Jawaharlal Nehru forsætisráðherra Indlands, Gamal Abdel Nasser fyrrum forseta Egyptalands, Josip Broz Tito forseta Júgóslavíu, Sukarno forseta Indónesíu og Kwame Nkrumah forsætisráðherra Gana í kjölfar Bandung-ráðstefnunnar árið 1955. Fyrsta opinbera ráðstefna samtakanna var í Belgrad árið 1961. Tilgangur samtakanna var að standa vörð um sjálfstæði og öryggi aðildarríkjanna í heimi vaxandi átaka milli risaveldanna á tímum Kalda stríðsins. Samstarf ríkjanna varð þó aldrei jafnmikið og þeirra ríkja sem tilheyrðu Varsjárbandalaginu og NATO og mörg þeirra gerðust í reynd bandalagsríki annars risaveldanna.
Aðildarríki
[breyta | breyta frumkóða]- Afganistan
- Alsír
- Angóla
- Antígva og Barbúda
- Austur-Kongó
- Austur-Tímor
- Bahamaeyjar
- Barein
- Bangladess
- Barbados
- Belís
- Benín
- Botsvana
- Bólivía
- Brúnei
- Búrkína Fasó
- Búrúndí
- Bútan
- Chile
- Filippseyjar
- Fílabeinsströndin
- Grænhöfðaeyjar
- Djíbútí
- Dóminíka
- Dóminíska lýðveldið
- Egyptaland
- Ekvador
- Erítrea
- Eþíópía
- Fídjieyjar
- Gabon
- Gambía
- Gana
- Grenada
- Gínea
- Gínea-Bissá
- Gvatemala
- Gvæjana
- Haítí
- Hondúras
- Hvíta-Rússland
- Indland
- Indónesía
- Íran
- Írak
- Jamaíka
- Jemen
- Jórdanía
- Kambódía
- Kamerún
- Katar
- Kenýa
- Kólumbía
- Kómoreyjar
- Kúba
- Kúveit
- Laos
- Líbanon
- Lesótó
- Líbería
- Líbýa
- Madagaskar
- Malaví
- Malasía
- Maldíveyjar
- Malí
- Marokkó
- Máritanía
- Máritíus
- Mongólía
- Mið-Afríkulýðveldið
- Miðbaugs-Gínea
- Mjanmar
- Mósambík
- Namibía
- Nepal
- Níkaragva
- Níger
- Nígería
- Norður-Kórea
- Óman
- Pakistan (gerðist aðili 1979)
- Heimastjórnarsvæði Palestínumanna
- Panama
- Papúa-Nýja Gínea
- Perú
- Rúanda
- Sambía
- Sameinuðu arabísku furstadæmin
- Sankti Lúsía
- Sankti Kristófer og Nevis
- Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
- Saó Tóme og Prinsípe
- Sádí-Arabía
- Senegal
- Seychelles-eyjar
- Simbabve
- Singapúr
- Síerra Leóne
- Sómalía
- Srí Lanka
- Suður-Afríka
- Súdan
- Súrínam
- Svasíland
- Sýrland
- Taíland
- Tansanía
- Tógó
- Trínidad og Tóbagó
- Tsjad
- Túnis
- Túrkmenistan
- Úganda
- Úsbekistan
- Vanúatú
- Venesúela
- Vestur-Kongó
- Víetnam