Samtök hlutlausra ríkja

Samtök hlutlausra ríkja (enska: Non-Aligned Movement eða NAM) eru alþjóðasamtök ríkja sem ekki tilheyra tilteknum valdablokkum í alþjóðastjórnmálum. Samtökin voru stofnuð að undirlagi Jawaharlal Nehru forsætisráðherra Indlands, Gamal Abdel Nasser fyrrum forseta Egyptalands, Josip Broz Tito forseta Júgóslavíu, Sukarno forseta Indónesíu og Kwame Nkrumah forsætisráðherra Gana í kjölfar Bandung-ráðstefnunnar árið 1955. Fyrsta opinbera ráðstefna samtakanna var í Belgrad árið 1961. Tilgangur samtakanna var að standa vörð um sjálfstæði og öryggi aðildarríkjanna í heimi vaxandi átaka milli risaveldanna á tímum Kalda stríðsins. Samstarf ríkjanna varð þó aldrei jafnmikið og þeirra ríkja sem tilheyrðu Varsjárbandalaginu og NATO og mörg þeirra gerðust í reynd bandalagsríki annars risaveldanna.
Aðildarríki
[breyta | breyta frumkóða]Afganistan
Alsír
Angóla
Antígva og Barbúda
Austur-Kongó
Austur-Tímor
Bahamaeyjar
Barein
Bangladess
Barbados
Belís
Benín
Botsvana
Bólivía
Brúnei
Búrkína Fasó
Búrúndí
Bútan
Chile
Filippseyjar
Fílabeinsströndin
Grænhöfðaeyjar
Djíbútí
Dóminíka
Dóminíska lýðveldið
Egyptaland
Ekvador
Erítrea
Eþíópía
Fídjieyjar
Gabon
Gambía
Gana
Grenada
Gínea
Gínea-Bissá
Gvatemala
Gvæjana
Haítí
Hondúras
Hvíta-Rússland
Indland
Indónesía
Íran
Írak
Jamaíka
Jemen
Jórdanía
Kambódía
Kamerún
Katar
Kenýa
Kólumbía
Kómoreyjar
Kúba
Kúveit
Laos
Líbanon
Lesótó
Líbería
Líbýa
Madagaskar
Malaví
Malasía
Maldíveyjar
Malí
Marokkó
Máritanía
Máritíus
Mongólía
Mið-Afríkulýðveldið
Miðbaugs-Gínea
Mjanmar
Mósambík
Namibía
Nepal
Níkaragva
Níger
Nígería
Norður-Kórea
Óman
Pakistan (gerðist aðili 1979)
Heimastjórnarsvæði Palestínumanna
Panama
Papúa-Nýja Gínea
Perú
Rúanda
Sambía
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Sankti Lúsía
Sankti Kristófer og Nevis
Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
Saó Tóme og Prinsípe
Sádí-Arabía
Senegal
Seychelles-eyjar
Simbabve
Singapúr
Síerra Leóne
Sómalía
Srí Lanka
Suður-Afríka
Súdan
Súrínam
Svasíland
Sýrland
Taíland
Tansanía
Tógó
Trínidad og Tóbagó
Tsjad
Túnis
Túrkmenistan
Úganda
Úsbekistan
Vanúatú
Venesúela
Vestur-Kongó
Víetnam