Fara í innihald

Samtök hlutlausra ríkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Samband hlutlausra ríkja)
Kort af meðlimum Samtaka hlutlausa ríkja. Fullgildir meðlimir eru með dökkbláum lit og áheyrnarríki eru með ljósbláum lit.

Samtök hlutlausra ríkja (enska: Non-Aligned Movement eða NAM) eru alþjóðasamtök ríkja sem ekki tilheyra tilteknum valdablokkum í alþjóðastjórnmálum. Samtökin voru stofnuð að undirlagi Jawaharlal Nehru forsætisráðherra Indlands, Gamal Abdel Nasser fyrrum forseta Egyptalands, Josip Broz Tito forseta Júgóslavíu, Sukarno forseta Indónesíu og Kwame Nkrumah forsætisráðherra Gana í kjölfar Bandung-ráðstefnunnar árið 1955. Fyrsta opinbera ráðstefna samtakanna var í Belgrad árið 1961. Tilgangur samtakanna var að standa vörð um sjálfstæði og öryggi aðildarríkjanna í heimi vaxandi átaka milli risaveldanna á tímum Kalda stríðsins. Samstarf ríkjanna varð þó aldrei jafnmikið og þeirra ríkja sem tilheyrðu Varsjárbandalaginu og NATO og mörg þeirra gerðust í reynd bandalagsríki annars risaveldanna.

Aðildarríki

[breyta | breyta frumkóða]