Falklandseyjastraumurinn
Útlit
Falklandseyjastraumurinn er kaldur hafstraumur sem streymir norður með Atlantshafsströnd Patagóníu allt að ósum Río de la Plata. Straumurinn er grein af Suðurhafsstraumnum sem skilur sig frá honum við Hornhöfða. Hann dregur nafn sitt af Falklandseyjum. Hann mætir Brasilíustraumnum í Argentínuhafi og blandast honum þar.