Breiðholt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Leikvöllur í Breiðholti.
Kort sem sýnir Breiðholtið.

Breiðholt er hverfi í austurhluta Reykjavíkur með um 21 þúsund íbúa. Nafnið er dregið af bænum Breiðholt, sem staðsettur var þar sem nú er Skógarsel. Hverfið skiptist í Efra-Breiðholt (Fell, Berg, Hólar og Seljahverfið) og Neðra-Breiðholt (Bakkar, Stekkir, og Mjódd).

Í vestur markast hverfið af Reykjanesbraut. Í norður og austur markast hverfið af Elliðaám, syðri kvísl. Í suður markast hverfið af sveitarfélagamörkum Kópavogs.

Flestar verslanir og þjónusta eru staðsettar í Mjódd. Í Breiðholti eru 5 grunnskólar: Breiðholtsskóli, Seljaskóli, Ölduselsskóli, Fellaskóli og Hólabrekkuskóli og einn framhaldsskóli: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Þjónustumiðstöð Breiðholts veitir íbúum og starfsfólki í stofnunum margvíslega þjónustu. Í hverfinu eru þrjár kirkjur: Breiðholtskirkja, Seljakirkja og Fella- og Hólakirkja.

Meðal annarra stofnana er eitt útibú Borgarbókasafns: Gerðuberg. félagsmiðstöðvarnar Miðberg hundrað og ellefu Bakkinn og Hólmasel.

Í hverfinu eru starfrækt þrjú íþróttafélög: Íþróttafélag Reykjavíkur, Íþróttafélagið Leiknir og Sundfélagið Ægir

Saga Breiðholts[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem Breiðholt stendur núna stóð bærinn Breiðholt. Þegar Guðni Símonarson, sem hafði búið um langt skeið í Breiðholti, brá búi árið 1922 komu leigumál jarðarinnar nokkrum sinnum til umræðu á bæjarstjórnarfundum - því jörðin var eign bæjarins. Það var síðan ákveðið sama ár að Sveinn Hjartarson bakari fengi jörðina til umráða til þriggja ára gegn 1180 króna eftirgjaldi á ári, eins og stendur í Morgunblaðinu sama ár.

Breiðholt var einnig um tíma helsta berjaland Reykjavíkurbúa. Þar var einnig seld hagaganga. Í auglýsingu í Morgunblaðinu árið 1928, segir: Hagaganga fyrir kýr í Breiðholtslandi á að kosta 200 krónur fyrir sumartímann.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]