Fara í innihald

Dagur Sigurðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dagur Sigurðarson (6. ágúst 1937 - 19. febrúar 1994) var íslenskt skáld, þýðandi og myndlistarmaður. Hann er meðal þekktustu bóhema og andborgara á Íslandi á 20. öld.

Foreldrar Dags voru Sigurður S. Thoroddsen verkfræðingur og Jakobína Margrét Tulinius kennari. Dagur útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1960. Dagur átti 9 börn.

Ljóðabækur Dags[breyta | breyta frumkóða]

 • Hlutabréf í sólarlaginu - 1958
 • Milljónaævintýrið - 1960
 • Hundabærinn eða viðreisn efnahagslífsins - 1963
 • Níðstaung hin meiri - 1965
 • Nokkur amerísk ljóð - 1966 (þýðingar)
 • Rógmálmur og grásilfur - 1971
 • Meðvituð breikkun á rasskati - 1974
 • Frumskógardrottningin fórnar Tarsan - 1974
 • Fagurskinna - 1976
 • Karlson og kerling hel - 1976
 • Venjuleg húsmóðir - 1977
 • Sólskinsfífl - 1980
 • Fyrir Laugavegsgos - 1985
 • Kella er ekkert skyld þeim - 1988
 • Glímuskjálfti - 1989 (Heildarsafn ljóða Dags)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.