Fara í innihald

Vestnorræna ráðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vestnorræna ráðið er samstarfsráð þinga og ríkisstjórna Færeyja, Grænlands og Ísland sem stofnað árið 1985. Ráðið skipa 6 fulltrúar frá hverju landi (18 alls) sem tilnefndir eru af viðkomandi þingum. Ráðið heldur árlega aðalfundi til skiptis í löndunum þremur sem fara með æðsta ákvörðunarvald í málum þess. Framkvæmd og skipulag samstarfsins á milli aðalfunda er í höndum þriggja manna forsætisnefndar sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju landi, einn þeirra telst formaður ráðsins. Núverandi formaður er Bill Justinussen (september 2014 til august 2015)

Markmið ráðsins eru eftirfarandi:

  • Að vinna saman að vestnorrænum hagsmunum og hugðarefnum.
  • Að vernda auðlindir og menningu landanna í Norður-Atlantshafi og efla samráð ríkis- og landstjórna Vestur-Norðurlanda, einkum í viðkvæmum og alvarlegum málum sem snerta t.d. mengun, auðlindanýtingu o.fl.
  • Að fylgja eftir samstarfi ríkis- og landstjórna vestnorrænu landanna.
  • Að efla samstarf við Norðurlandaráð og koma á framfæri vestnorrænum áhersluatriðum í norrænu samstarfi.
  • Að vera tengiliður milli þinga landanna, vestnorrænna stofnana og alþjóðlegra samtaka.

Meðlimir Vestnorræna ráðsins eru einnig í Norðurlandaráðinu en samtökin eru ótengd þrátt fyrir að þau eigi nokkuð samstarf sín á milli.