142. löggjafarþing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

142. löggjafarþing Alþingis var sett 6. júní 2013 og stóð yfir til 1. október sama ár vegna bráðabirgðaákvæðis við þingsköp sem samþykkt var á því löggjafarþingi[1]. Það var fyrsta setta löggjafarþingið eftir Alþingiskosningar 2013. Níu kærur bárust kjörbréfanefnd sem telst mikið miðað við fyrri kosningar. Nefndin mælti með því að farið yrði í að bæta kosningalögin og með því að alþingi samþykki að kosningarnar og kjörbréfin skyldu teljast gild[2]. Einar Kristinn Guðfinnsson var kjörinn þingforseti. Þingnefndir voru skipaðar án atkvæðagreiðslu[3].

Þingflokkar[breyta | breyta frumkóða]

Á þinginu voru Framsóknarflokkurinn (19 þingmenn) og Sjálfstæðisflokkurinn (19 þingmenn) í ríkisstjórn en aðrir flokkar á þinginu voru Björt framtíð (6 þingmenn), Píratar (3 þingmenn), Samfylkingin (9 þingmenn) og Vinstrihreyfingin – grænt framboð (7 þingmenn). Tveir síðastnefndu þingflokkarnir mynduðu ríkisstjórn á fyrra kjörtímabili. Björt framtíð og Píratar voru stofnuð árið áður og höfðu því ekki boðið sig áður fram til Alþingis.

Merkileg frumvörp og þingsályktunartillögur á þinginu[breyta | breyta frumkóða]

Aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi - 9. mál[breyta | breyta frumkóða]

Þann 11. júní lagði forsætisráðherra fram tillögu til þingsályktunar sem kvað á um 10 liða aðgerðaáætlun með það að markmiði að „taka á skuldavanda heimila á Íslandi“[4] sem varð til vegna efnahagskreppunnar sem hófst árið 2008. Þá var tilgreint í áætluninni hvaða ráðherra færi með hvern lið áætlunarinnar. Þó þingmenn væru almennt fylgjandi því að slík aðgerðaáætlun yrði sett voru margir ósáttir við sum útfærsluatriði hennar. Fjórar breytingartillögur voru lagðar fram en allar felldar. Þingsályktunartillagan var síðan samþykkt sem þingsályktun þann 28. júní með 31 atkvæði[5].

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu - 11. mál[breyta | breyta frumkóða]

Mennta- og menningarmálaráðherra lagði fram þann 11. júní frumvarp sem kvað á um að Alþingi „[skyldi] tilnefna, með hlutbundinni kosningu, sjö menn og jafnmarga til vara“ sem yrðu síðan kosnir í stjórn RÚV[6]. Frumvarpið mætti mikilli andstöðu með ásökunum um að stjórnarflokkarnir vildu að stjórn fjölmiðilsins myndi ráðast af þingmeirihluta á Alþingi á hverjum tíma og myndi hún því vera talsvert pólitískari en samþykkt. Þá var ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir að vilja breyta fyrirkomulagi sem var samþykkt á þinginu fáeinum mánuðum áður, þann 20. mars, og ekki hafi verið komin reynsla á það[7].

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.althingi.is/altext/142/s/0091.html
  2. http://www.althingi.is/altext/raeda/142/rad20130606T160308.html
  3. http://www.althingi.is/altext/142/f001.sgml
  4. http://www.althingi.is/altext/142/s/0009.html
  5. http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=48828
  6. http://www.althingi.is/altext/142/s/0011.html
  7. http://www.althingi.is/altext/raeda/142/rad20130613T120017.html