Þjóðfundurinn 1851
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Þjóðfundurinn 1851 var einn afdrifaríkasti atburður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Kallað hafði verið til fundarins í stað reglulegs Alþingis, sem hafði verið endurreist sex árum áður. Fundurinn var haldinn á sal Lærða skólans í Reykjavík. Á þessum fundi skyldi taka fyrir mál er vörðuðu stjórnskipun Íslands. Þar lagði Trampe greifi fram frumvarp sem fól í sér að Ísland yrði algerlega innlimað í Danmörku, Ísland myndi hafa sömu lög og reglur og Danmörk. Alþingi yrði amtráð en Íslendingar fengju að hafa sex fulltrúa á danska þinginu. Þjóðkjörnu fulltrúarnir voru andvígir frumvarpinu en þeir konungskjörnu mótmæltu því ekki. Trampe sá fram á að þjóðkjörnu fulltrúarnir myndu fella frumvarpið og sleit þá fundinum. Mótmælti Jón Sigurðsson þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi. Flestir íslensku fulltrúarnir risu þá úr sætum og sögðu hin fleygu orð, sem síðan eru oft kennd við Jón Sigurðsson: „Vér mótmælum allir.“
Þjóðfundarmenn[breyta | breyta frumkóða]
- Sr. Árni Böðvarsson þá prestur í Nesþingum, síðar prófastur Snæfellsnesprófastsdæmis 1856–66 og Norður-Ísafjarðarsýslu 1868–81, sat þjóðfundinn fyrir Snæfellsnessýslu ásamt Páli Melsteð sem þá var settur sýslumaður á Snæfellsnesi, sat þjóðfundinn fyrir Snæfellsnesinga og var kjörinn á þing fyrir sömu sýslu 1858–64. Páll stofnaði síðar (1874) Kvennaskólann í Reykjavík ásamt Þóru konu sinni. Faðir Páls, Páll Melsteð amtmaður Vesturamts var konungkjörinn þingmaður 1847, 1849 og á þjóðfundinum.
- Ásgeir Einarsson bóndi í Kollafjarðarnesi var þingmaður Strandamanna frá 1845–65 og sat þjóðfundinn fyrir Strandasýslu. Síðar (1875–80) sat Ásgeir á þingi fyrir Húnvetninga, en þá bjó hann á Þingeyrum. Loks var Ásgeir kjörinn á þing fyrir Strandamenn á nýjan leik 1880 og sat sem slíkur til 1885. Auk Ásgeirs sat sr. Þórarinn Kristjánsson, þá prestur á Stað í Hrútafirði og prófastur Strandaprófastsdæmis fram til 1867, síðar Borgafjarðarprófastsdæmis (1868–72), þjóðfundinn fyrir Strandasýslu.
- Nafnarnir Björn Halldórsson, þá heimiliskennari í Laufási, síðar prestur þar og prófastur Þingeyjarprófastsdæmis 1863–71 og Björn Jónsson verslunarstjóri á Akureyri sátu þjóðfundinn fyrir Norður-Þingeyjarsýslu.
- Brynjólfur Benedictsen í Flatey var þjóðfundarmaður Barðarstrandarsýslu hann var aftur kjörinn af sveitungum sínum til þings 1865 en kom ekki til þings auk Brynjólfs sat sr. Ólafur Johnsen prestur á Stað á Reykjanesi, síðar (1860–78) prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi, þjóðfundinn fyrir Barðarstrandarsýslu.
Bræðurnir Eggert, Jóhann og Ólafur Briem sátu þjóðfundinn. Eggert sýslumaður Eyfirðinga og Ólafur bóndi á Grund sátu þjóðfundinn fyrir Eyjafjarðarsýslu. Sr. Jóhann, prestur í Hruna og prófastur í Árnesprófastsdæmi 1848–61, sat þjóðfundinn fyrir Árnesinga ásamt Gísla Magússyni kennara við Lærða skólann. Stefán Jónsson bóndi á Syðri-Reistará 1823–56 sem var þingmaður Eyfirðinga frá 1845–49 og aftur eftir Þjóðfundinn 1852–74 var þjóðfundarmaður Skafirðinga.
- Guðmundur Brandsson bóndi í Landakoti á Vatnsleysuströnd var þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1849–61 og sat sem slíkur á þjóðfundinum ásamt
- Jens Sigurðssyni kennara við Lærða skólann (síðar rektor 1869–72), bróður Jóns forseta sem sat þjóðfundinn fyrir Ísafjarðarsýslu, enda þingmaður Ísfirðinga 1845–79 þó hann hafi ekki komið til þings 1855, 1861, 1863 og 1879, Auk Jóns sat sr. Lárus M. Johnsen prestur í Holti í Önundarfirði þjóðfundinn fyrir Ísfirðinga. Lárus var prófastur í Vestur-Ísafjarðarprófastsdæmi 1851–54. Tengdafaðir Lárusar Þorvaldur Sívertsen í Hrappsey, var þingmaður Dalamanna frá 1845 til og með þjóðfundinum 1851. Ásamt Þorvaldi sat sr. Guðmundur Einarsson prestur í Kvennabrekku, síðar (1864–69) prófastur í Dalaprófastsdæmi, þjóðfundinn fyrir Dalamenn. Guðmundur tók við þingsæti Dalamanna af Þorvaldi 1853 og sat sem slíkur til 1858 og var svo þingmaður Dalamanna á ný 1869–82.
- Guttormur Vigfússon bóndi á Arnheiðarstöðum var þingmaður Norður-Múlasýslu frá 1847. Hann var endurkjörinn 1852 en kom ekki aftur á þing. Auk Guttorms sat Sigurður Gunnarsson, prestur á Desjamýri, síðar á Hallormsstað og prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi 1863–74, þjóðfundinn fyrir Norðmýlinga. Guttormur varð síðar þingmaður Suður-Múlasýslu 1869–74 þó hann hafi ekki setið þingið 1873. Sr. Hallgrímur Jónsson prestur að Hólmum í Reyðarfirði var hinsvegar þjóðfundarmaður Suður-Múlasýslu.
- Sr. Sveinbjörn Hallgrímsson ritstjóri Þjóðólfs var þjóðfundarmaður Borgfirðinga ásamt sr. Hannesi Stephensen, prófasti Borgarfjarðarprófastsdæmis (1832–56) sem var þingmaður Borgfirðinga 1845–56. Bróðir Hannesar, Magnús, sýslumaður Rangárvallasýslu, var þjóðfundarmaður sýslunnar ásamt Páli Sigurðssyni bónda í Árkvörn í Fljótshlíð sem varð svo þingmaður sýslunnar 1852–64.
- Sr. Jakob Guðmundsson prestur á Kálfatjörn var þjóðfundarmaður Reykjavíkur ásamt Kristjáni Kristjánssyni (Chr. Christiansson) land- og bæjarfógeta sem hafði áður verið konungkjörinn til setu á þinginu 1849. Jakob varð þingmaður Dalasýslu 1883–90.
- Jón Guðmundsson settur sýslumaður Skaftafellssýslu var þingmaður sýslunnar 1845–58 og þá vesturhlutans 1858–69, hinn þjóðfundarmaður sýslunnar var sr. Páll Pálsson í Hörgsdal, prófastur í Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi 1830-1861.
- Jón Jónsson bóndi á Munkaþverá, þingmaður Suður Þingeyjarsýslu 1849 og Norður-Þingeyjarsýslu 1852–58, var þjóðfundarmaður Suður-Þingeyjarsýslu ásamt Jóni Jónssyni bónda á Grænavatni og síðar á Lundabrekku.
- Jón Sigurðsson bóndi í Tandraseli var þingmaður Mýrasýslu 1851–62 og sat þjóðfundinn sem slíkur ásamt Magnúsi Gíslasyni er hafði verið settur sýslumaður í Mýrarsýslu árið áður.
- Jósep Skaftason læknir í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum var þjóðfundarmaður Húnvetninga ásamt sr. Sveini Níelssyni presti á Staðarstað.
- Magnús Austmann bóndi í Nýjabæ var þjóðfundarmaður Vestmannaeyja.
Konungkjörnir voru þeir sr. Halldór Jónsson prestur á Hofi í Vopnafirði, fyrrum prófastur í Skagafirði og síðar prófastur í Norður-Múlaprófastsdæmi (1854–79) sem var konungkjörinn 1845–51, en síðar þingmaður Norður-Múlasýslu 1858–74 þó hann sæti ekki þingin 1861, 1867, 1871 og 1873), sr. Helgi Thordersen biskup (konungkjörinn 1845–65), sr. Pétur Pétursson forstöðumaður Prestaskólans í Reykjavík, síðar biskup (konungkjörinn 1849–87), Þórður Jónassen dómari (konungkjörinn 1845–59 og 1869–75), Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari (konungkjörinn 1845–56).