Fara í innihald

Hallgrímur Sveinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hallgrímur Sveinsson (fæddur 5. apríl 1841 í Blöndudalshólum, látinn 16. desember 1909) var biskup Íslands frá 1889 til 1908. Hann var dómkirkjuprestur í Reykjavík áður en hann varð biskup.

Foreldrar hans voru Sveinn Níelsson alþingismaður og Guðrún Jónsdóttir. Hann útskrifaðist úr Lærða skólanum árið 1863. Eftir að hafa lokið námi í guðfræði við Hafnarháskóla 1870 stundaði hann nám við Pastoralseminariet í Kaupmannahöfn 1870—1871.

Kona hans hét Elina Marie Bolette Fevejle. Þau giftust 16. september 1871 og áttu saman fjögur börn, Friðrik, Guðrúnu, Svein og Ágústu.

Í stuttri grein í Lesbók Morgunblaðsins 1947 segir svo frá embættisverkum Hallgríms áður en hann varð biksup:

Í 17 og hálft ár hafði hann einn haft á hendi prestþjónustu í langfjölmennasta söfnuði landsins og rækt það starf með prýði. Á þessum tíma hafði hann skírt 1687 börn, jarðsungið 1350 manns, fermt 921 barn, gefið saman 425 hjón og flutt um 900 messur. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Lesbók Morgunblaðsins 1947




Fyrirrennari:
Pétur Pétursson
Biskup Íslands
(18891908)
Eftirmaður:
Þórhallur Bjarnarson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.