Fara í innihald

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eurovision-söngvakeppnin)
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Einnig þekkt sem
  • Eurovision Song Contest
  • Eurovision
  • ESC
TegundSöngvakeppni
Búið til afSamband evrópskra sjónvarpsstöðva
Byggt áSanremo tónlistarhátíðin
FrummálEnska og franska
Fjöldi þátta
  • 68 keppnir
  • 104 beinar útsendingar
Framleiðsla
Lengd þáttar
  • ~2 klukkutímar (undanúrslit)
  • ~4 klukkutímar (úrslit)
Útsending
Sýnt24. maí 1956 (1956-05-24)í dag
Græna herbergið í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Rotterdam árið 2021.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (enska: Eurovision Song Contest; franska: Concours Eurovision de la chanson) er alþjóðleg söngvakeppni sem er haldin árlega af Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Hvert þátttökuland sendir inn frumsamið lag til að flytja í beinni útsendingu í keppninni og gefur lögum hinna landanna stig til að ákvarða sigurvegara.

Keppnin hefur verið haldin árlega síðan 1956 (fyrir utan 2020), sem gerir hana að langlífustu alþjóðlegu tónlistarkeppninni og eina af langlífustu sjónvarpsþáttum sem hafa verið gerðir. Keppnin er byggð á Sanremo tónlistarhátíðinni sem hefur verið haldin í Ítalíu síðan árið 1951. Sjónvarpsstöðvar sem eru virkir meðlimir í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og aðrar sem hafa fengið til þess boð hafa þátttökurétt í keppninni. Til og með 2024 hafa 52 lönd tekið þátt að minnsta kosti einu sinni.

Hver sjónvarpsstöð sendir eitt frumsamið lag sem er þrjár mínútur að lengd eða styttra sem er svo flutt í beinni útsendingu af söngvara eða allt að sex manna hópi 16 ára og eldri. Hvert land gefur 1-8, 10 og 12 stig til tíu uppáhalds laga sinna, byggt á skoðunum dómnefndar landsins og áhorfenda í landinu. Lagið sem fær flest stig sigrar keppnina.

Auk flutnings frá keppendum fara einnig fram opnunaratriði og ýmis skemmtiatriði. Þekktir flytjendur sem hefur komið fram sem skemmtiatriði eru Cirque du Soleil, Madonna, Justin Timberlake, Mika og Rita Ora. Keppnin hófst sem stakur kvöldviðburður, en hefur stækkað eftir því sem ný lönd hafa bæst við (þar á meðal lönd utan Evrópu, eins og Ísrael og Ástralía) sem leiddi til þess að undankeppni var bætt við árið 2004, og annarri undankeppni árið 2008.

Til og með 2024 hefur Þýskaland tekið oftast þátt, en það hefur tekið þátt á hverju ári frá upphafi, nema árið 1996 þegar landið komst ekki upp úr forvalinu. Írland og Svíþjóð eiga metið yfir flesta sigra, með sjö sigra hvort í heildina.

Hefð er fyrir því að keppnin sé haldin í því landi sem sigraði árið á undan og gefur því landi tækifæri til að kynna landið sem ferðamannastað. Þúsundir áhorfenda mæta á hverju ári, ásamt blaðamönnum sem fjalla um alla hluta keppninnar, þar á meðal æfingar á staðnum, blaðamannafundi með keppendum, auk annarra tengdra viðburða og sýninga í borginni sem keppnin er haldin í. Samhliða almenna Eurovision lógóinu er einstakt þema venjulega skapað fyrir hvert ár.

Keppnin hefur verið sýnd í löndum í öllum heimsálfum og hefur verið aðgengileg í gegnum opinbera vefsíðu keppninnar síðan 2001. Árlega horfa hundruð milljóna áhorfenda á keppnina um allan heim. Að koma fram í keppninni hefur oft gefið flytjendum aukinn árangur í heimalandi sínu og í sumum tilfellum langvarandi árangri á heimsvísu. Nokkuð af söluhæsta tónlistarfólki heims hefur keppt í gegnum tíðina, þar á meðal ABBA, Celine Dion, Julio Iglesias, Cliff Richards og Olivia Newton-John.

Kort af löndum í Evrópu, Norður Afríku og vestur Asíu með gráum lit. Mörk Evrópska útendingar svæðsisins lituð með rauðu
Svæði Evrópskra útsendingar svæðsins lituð með rauðu
Kort af löndum í Evrópu, norður Afríku og vestur Asíu með viðbættri mynd af Ástralíu efst í hægra horni; lönd eru lituð til að gefa til kynna þátttöku og þátttökurétt.
Þátttaka síðan 1956:
  Tók þátt einu sinni eða oftar
  Tók aldrei þátt, en hefur þátttökurétt
  Ætlaði að taka þátt, en hætti við
  Tók þátt sem hluti af öðru landi, en aldrei sem sjálfstætt ríki

Virkir meðlimir Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa rétt til að taka þátt; virkir meðlimir eru þeir sem eru í ríkjum sem eru innan Evrópska útsendingar svæðisins, eða eru meðlimir Evrópuráðsins.[1] Virkir meðlimir eru fjölmiðlar sem eru oft aðgengileg 98% heimila landsins sem hafa tækjabúnað til að taka á móti slíkum sendingum.[2] Fjölmiðlar sem eru meðlimir þurfa samþykki frá hópi keppninnar til þess að keppa.[3]

Evrópska útsendingar svæðið er skilgreint af Alþjóða símasambandinu sem landsvæðið á milli ITU svæði 1 í vestri, 40° lengdargráðu í austri og breiddargráðu 30° í norðri. Armenía, Aserbaíjan, Georgía, hluti Íraks, Sýrlands og Úkraínu sem liggja utan þessara marka teljast einnig hluti af evrópska útsendingar svæðinu.[4][5]

Rétturinn til að taka þátt í keppninni er því ekki bundinn við lönd í Evrópu, þar sem nokkur ríki sem eru landfræðilega utan marka heimsálfunnar eða spanna nokkrar heimsálfur eru hluti af evrópska útsendingar svæðinu.[3] Lönd frá þessum hópum hafa áður tekið þátt, þar á meðal lönd í vestur Asíu, eins og Ísrael og Kýpur, lönd sem eru bæði í Evrópu og Asíu eins og Rússland og Tyrkland, og norður Afrísk lönd eins og Morokkó.[6] Ástralía varð fyrsta ríkið utan Evrópska útsendingar svæðisins árið 2015, eftir að þeir fengu boðsbréf frá hópi keppninnar.[7]

EBU meðlimir verða að uppfylla skilyrði sem eru skilgreind í reglum keppninnar, drög eru gerð af afriti þeirra árlega. Mest geta 44 lönd tekið þátt í einni keppni.[8] Fjölmiðlar verða að greiða EBU þátttökugjald áður en fresturinn sem tilgreindur er í reglum ársins rennur út. Þetta gjald er mishátt eftir stærð landana og áhorfstölum.[9]

Fimmtíu og tvö lönd hafa tekið þátt að minnsta kosti einu sinni.[6] Þessi lönd eru skráð hér ásamt ári frumraunarinnar.

Ár Land með frumraun
1956  Belgía
 Frakkland
 Þýskaland[a]
 Ítalía
 Lúxemborg
 Holland
  Sviss
1957  Austurríki
 Danmörk
 Bretland
1958  Svíþjóð
1959  Mónakó
1960  Noregur
1961  Finnland
 Spánn
 Júgóslavía[b]
1964  Portúgal
1965  Írland
Ár Land með frumraun
1971  Malta
1973  Ísrael
1974  Grikkland
1975  Tyrkland
1980  Marokkó
1981  Kýpur
1986  Ísland
1993  Bosnía og Hersegóvína
 Króatía
 Slóvenía
1994  Eistland
 Ungverjaland
 Litáen
 Pólland
 Rúmenía
 Rússland
 Slóvakía
1998  Norður-Makedónía[c]
Ár Land með frumraun
2000  Lettland
2003  Úkraína
2004  Albanía
 Andorra
 Hvíta-Rússland
 Serbía og Svartfjallaland
2005  Búlgaría
 Moldóva
2006  Armenía
2007  Tékkland[d]
 Georgía
 Svartfjallaland
 Serbía
2008  Aserbaísjan
 San Marínó
2015  Ástralía[e]
  1. Í forsvari fyrir Vestur-Þýskaland til 1990; Austur-Þýskaland tók aldrei þátt. Kynnt öll árin sem 'Þýskaland', nema 1967 sem 'sambandslýðveldið Þýskaland', 1970 og 1976 sem 'Vestur-Þýskaland', og 1990 sem 'F.R. Germany'.
  2. Í forsvari fyrir Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía til 1991, og sambandslýðveldið Júgóslavía 1992.
  3. Í forsvari fyrir 'fyrrum Júgóslavíska lýðveldið Makedónía' (vegna nafnadeilu við Grikkland) fyrir 2019.
  4. Í forsvari fyrir 'Czechia' frá 2023.
  5. Samstarfsaðili, fyrst tilkynntur sem þáttakandi í einni keppni til að fagna 60 ára afmæli keppninnar, en hefur tekið þátt árlega síðan þá.[10][11]

Sigurvegarar

[breyta | breyta frumkóða]

Gagnrýni og deilur

[breyta | breyta frumkóða]

Keppnin hefur verið gangrýnd fyrir tónlistaratriðin, ætluð pólítísk áhrif á keeppnina og nokkur umdeild atvik sem hafa gerst.[12]

Tónlistarstíll og framkoma

[breyta | breyta frumkóða]

Gæði tónlistarinnar frá fyrrum atriðum hefur verið gagnrýnd og bent á að ákveðnir tónlistarstílar eru sýndir oftar en aðrir til að reyna að höfða til sem flestra kjósenda í alþjóðlegum áhorfshóp.[13] Ballöður, þjóðlagatónlist og tyggigúmmítónlist eru taldar grunntónlistarstefnur keppninnar síðustu árin, sem hefur leitt til ásakana um að keppnin sé kerfisbundin.[14][15] Önnur algeng atriði í fyrri keppnum sem hefur verið gert grín að er skortur á breytingum í tóntegund, textar um ást og/eða frið og enskur framburður af fólki sem hefur það ekki sem móðurtungumál.[13][16][17] Þar sem keppnin er aðalega sjónvarpsþáttur, hafa atriði síðustu ára reynt að fanga athygli áhorfenda með öðru en tónlist, eins og með ljósasýningu, brellum, leikhústilburðum og búningum.[18] Gagnrýnt hefur verið að þetta sé til að trufla áhorfanda frá lélegum tónlistaratriðum í sumum atriðunum.[19]

Þó gert sé grín að mörgum þessara þátta þá eru aðrir sem fagna þessum þáttum og áskilja þá sem grunnatriði að því sem geri keppnina góða.[20] Þó margir keppendana á hverju ári uppfyli þessi atriði þá hefur keppnin sýnt marga tónlistarstíla eins og rokk, þungarokk, kántrítónlist, raftónlist, nútíma ryþmablús, hipphopp og framandi tónlist.[21][22][23][24][25]

Pólítískar deilur

[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem tónlistarmenn og lög eru í forsvari fyrir land, hefur keppnin haft nokkur umdeild atvik á milli þjóða í keppnini vegna deilna án samkomulags og í sumum tilfellum stríðsástands sem endurspeglast í framkomu og kosningu.[26]

Pólítísk og landfræðileg kosning

[breyta | breyta frumkóða]

Keppninni hefur verið lýst að hafa einkenni pólítískra atriða í kosningu, áhrif þar sem lönd fá oftar og í meiri magni atvæði frá öðrum löndum út frá pólítískum tengslum frekar en tónlistargæðum lagana sjálfra.[27][28] Fjöldi rannsókna og fræðigreina hafa verið skrifaðar um viðfangsefnið, sem er lýst þannig að ákveðnin lönd mynda hópa eða "klíkur" með því að kjósa oft á sama hátt; ein rannsókn segir að þessir kosningahópar geta spilað stórt hlutverk til að ákvarða sigurvegara, á grundvelli þess að minnst tvisvar spiluðu kosningahópar lykilhlutverk í kosningu á sigurlaginu.[29][30]

Sýnileiki LGBT

[breyta | breyta frumkóða]

Keppnin hefur haft dyggan stuðningshóp á meðal LGBT samfélagsins og skipuleggjendur keppninnar hafa reynt að höfða til þeirra síðan 1990.[31] Páll Óskar var fyrsti opinberlega samkynhneigði tónlistarnaðurinn til að keppa þegar hann keppti fyrir Ísland árið 1997. Ísraelska sönkonan Dana International, fyrsti trans tónlistarmaðurinn, varð fyrsti LGBT tónlistarmaðurinn til að vinna keppnina 1998.[32][33]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Keppnin er einnig stundum kölluð Eurovision, ESC eða Evróvision en sá titill er tvíræður. Einnig hefur keppnin verið nefnd Evrópusöngvakeppnin.[34]
  • RÚV og Íslensk málstöð hefur mælt með að menn segi Evrósjón (eða - en síður - Evróvisjón). Meginrökin eru þau að Evrópa heitir ekki Júrópa á íslensku, heldur Evrópa með vaffi.
  • Árið 1969 voru fjögur lönd sigurvegarar keppninnar, því að þá voru engar reglur til um hvað gera skyldi ef jafntefli kæmi upp.
  • Írland og Svíþjóð hafa unnið keppnina oftast eða 7 sinnum.
  • Árið 1993 var haldin undankeppni þar sem að nokkur lönd kepptu sem voru úr Júgóslavíu og eitt land úr Sovétríkjunum og nokkur önnur lönd sem voru sjálfstæð á tíma hinna landana.Löndin sem unnu og komust til Millstreet voru Króatía, Slóvenía og Bosnía og Hersegóvína. Keppnin var haldin í Slóveníu 3. apríl 1993. Þetta er fyrsta undankeppni Eurovision í sögunni þegar að lönd keppa saman.
  • Árið 1973 sendi Noregur lag sem var sungið á 12 tungumálum; ensku, frönsku, spænsku, ítölsku, hollensku, írsku, þýsku, hebresku, bosnísku (Júgóslavía), finnsku, sænsku og norsku. Lagið var með ensku nafni, „It's Just a Game“. Noregur var nr. 5 í röðinni en Ísrael var nr. 17. Ísrael var að gera frumþáttöku, þannig að Noregur var hálfgerðlega fyrsta landið til að syngja á hebresku í Eurovision.
  • Árið 1977 var Túnis í sæti nr. 4 í röðinni til að syngja í London en sjónvarpsstöðin dró þátttökuna til baka. Sagt er að þau vildu ekki keppa við Ísrael. Sé það rétt þá gerðist það árið 2005 að Líbanon ætlaði að taka þátt en hætti við af sömu ástæðum og það er staðfest.
  • COVID-19 faraldurinn gerði það að verkum að keppninni var aflýst árið 2020.

Athugasemdir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Niðurstöðurnar fyrir keppnina árið 1956 eru ekki vitaðar, aðeins var sigurvegarinn kynntur.
  2. Í keppninni árið 1969 voru fjórir sigurvegarar. Engar reglur voru þá til um bráðabana og voru þar af leiðandi öll löndin talin sem sigurvegarar.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „EBU – Admission“. European Broadcasting Union. 27. apríl 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. september 2019. Sótt 28. júní 2020.
  2. „Regulation on Detailed Membership Criteria under Article 3.6 of the EBU Statutes“ (PDF). European Broadcasting Union. júní 2013. Afrit (PDF) af uppruna á 16. maí 2019. Sótt 28. júní 2020.
  3. 3,0 3,1 „Which countries can take part?“. Eurovision Song Contest. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. mars 2017. Sótt 28. júní 2020.
  4. „ITU-R Radio Regulations 2012–15“ (PDF). International Telecommunication Union, available from the Spectrum Management Authority of Jamaica. 2012. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 16. ágúst 2013. Sótt 28. júní 2019.
  5. „ITU-R Radio Regulations – Articles edition of 2004 (valid in 2004–07)“ (PDF). International Telecommunication Union. 2004. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 10. október 2017. Sótt 28. júní 2020.
  6. 6,0 6,1 „Eurovision Song Contest: History by events“. Eurovision Song Contest. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. ágúst 2017. Sótt 27. júní 2020.
  7. „Australia to compete in the 2015 Eurovision Song Contest“. Eurovision Song Contest. 10. febrúar 2015. Sótt 27. júní 2020.
  8. „Eurovision Song Contest: Rules“. European Broadcasting Union. 12. janúar 2017. Afrit af uppruna á 26. ágúst 2022. Sótt 28. júní 2020.
  9. „FAQ – Eurovision Song Contest“. Eurovision Song Contest. 12. janúar 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. júní 2020. Sótt 28. júní 2020.
  10. „Australia secures spot in Eurovision for the next five years“. Eurovision Song Contest. 12. febrúar 2019. Sótt 27. júní 2020.
  11. „Eurovision 2024: 37 broadcasters head to Malmö“. Eurovision Song Contest. 5. desember 2023. Sótt 5. desember 2023.
  12. Robinson, Frances (3. maí 2017). „13 times Eurovision got super political“. Politico. Sótt 8. júlí 2020.
  13. 13,0 13,1 „How to win the Eurovision Song Contest“. The Economist. 16. maí 2019. Sótt 8. júlí 2020.
  14. Carniel, Jess (10. maí 2018). „The Six Types of Eurovision Contestant“. lifehacker.com.au. Sótt 8. júlí 2020.
  15. Majendie, Paul (11. ágúst 2007). „Fringe show celebrates Eurovision kitsch“. Reuters. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. október 2017. Sótt 7. júlí 2020.
  16. „What makes the perfect Eurovision song?“. Radio Times. 11. maí 2018. Sótt 8. júlí 2020.
  17. Picheta, Rob (29. júní 2020). „Want to win Eurovision? Write a nice, slow song about love“. CNN. Sótt 8. júlí 2020.
  18. Picheta, Rob (18. maí 2019). „Eurovision: What is it and what time is it on?“. CNN. Sótt 8. júlí 2020.
  19. Allatson, Paul (2007). „'Antes cursi que sencilla': Eurovision Song Contests and the Kitsch-Drive to Euro-Unity“. Culture, Theory and Critique. 48 (1): 87–98. doi:10.1080/14735780701293540. S2CID 146449408.
  20. Campbell, Chuck (5. júlí 2020). 'Eurovision' soundtrack kicks up the camp“. knoxnews.com. Sótt 8. júlí 2020.
  21. Pattillo, Alice (14. maí 2019). „The 10 Most Metal Moments in Eurovision“. loudersound.com. Sótt 8. júlí 2020.
  22. Escudero, Victor M. (11. ágúst 2017). „Eurovision and all that jazz!“. Eurovision Song Contest. Sótt 8. júlí 2020.
  23. Osborn, Michael (16. maí 2006). „Rapping for glory at Eurovision“. BBC News. Sótt 8. júlí 2020.
  24. Holden, Steve (4. júní 2021). „Måneskin: The Eurovision winners storming the UK charts“. BBC News. Sótt 22. nóvember 2021.
  25. Macdonald, Kyle (17. maí 2022). „Serbia's viral Eurovision song featured Allegri's Miserere, and you might have missed it...“. Classic FM. Sótt 20. maí 2022.
  26. Robinson, Frances (3. maí 2017). „13 times Eurovision got super political“. Politico. Sótt 21. mars 2021.
  27. „Eurovision votes 'farce' attack“. BBC News. 16. maí 2004. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. júní 2004. Sótt 6. júlí 2020.
  28. „Malta slates Eurovision's voting“. BBC News. 14. maí 2007. Afrit af uppruna á 9. júlí 2007. Sótt 6. júlí 2020.
  29. Fenn, Daniel; Suleman, Omer; Efstathiou, Janet; Johnson, Niel F. (1. febrúar 2006). „How does Europe Make Its Mind Up? Connections, cliques, and compatibility between countries in the Eurovision Song Contest“. Physica A: Statistical Mechanics and Its Applications. 360 (2): 576–598. arXiv:physics/0505071. Bibcode:2006PhyA..360..576F. doi:10.1016/j.physa.2005.06.051. S2CID 119406544.
  30. Gatherer, Derek (31. mars 2006). „Comparison of Eurovision Song Contest Simulation with Actual Results Reveals Shifting Patterns of Collusive Voting Alliances“. Journal of Artificial Societies and Social Simulation. 9 (2). ISSN 1460-7425. Sótt 6. júlí 2020.
  31. „How Eurovision became a gay-friendly contest“. France 24. 22. maí 2015. Sótt 7. júlí 2020.
  32. West 2020, bls. 191–195.
  33. „Eurovision Song Contest: Birmingham 1998“. Eurovision Song Contest. Sótt 7. júlí 2020.
  34. Morgunblaðið 1991