Serbókróatíska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Serbókróatíska
srpskohrvatski, hrvatskosrpski

српскохрватски, хрватскосрпски

Málsvæði Bosnía og Hersegóvína, Króatía, Kosóvó, Serbía, Svartfjallaland
Heimshluti Balkanskagi
Fjöldi málhafa 16,3 milljónir
Sæti {{{sæti}}}
Ætt Indóevrópskt

 Baltóslavneskt
  Slavneskt
   Suðurslavneskt
    Vestursuðurslavneskt
     Serbókróatíska

Skrifletur Latneskt stafróf
Kýrillískt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Fáni Bosníu og Hersegóvínu Bosnía og Hersegóvína (bosníska, króatíska, serbíska)
Fáni Króatíu Króatía (króatíska)
Fáni Kosóvós Kosóvó (serbíska)
Fáni Serbíu Serbía (serbíska)
Fáni Svartfjallalands Svartfjallaland (svartfellska)
Viðurkennt minnihlutamál {{{minnihlutamál}}}
Fyrsta mál
heyrnarlausra
{{{fyrsta mál}}}
Stýrt af {{{stýrt af}}}
Tungumálakóðar
ISO 639-1 sh
ISO 639-2 scr, scc
ISO 639-3 srp — serbíska
hrv
— króatíska
bos
— bosníska
srp
— svartfellska
SIL {{{sil}}}
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Serbókróatíska er suðurslavneskt mál talað í Serbíu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Kosóvó. Málið skiptist í fjórar aðalmállýskur sem eru gagnkvæmt skiljanlegar. Saman mynda mállýskurnar samfellu, en saga landanna þar sem málið er talað hefur leitt til fjölda svæðisbundinna mismuna.

Hugtakið „serbókróatíska“ var notað meira í Júgóslavíu árin 1922–1941 og 1954–1991, þar sem hún var opinbert tungumál. Í dag er oft talað um mállýskur serbókróatísku eins og þær séu sér tungumál, en þau heita bosníska, serbíska, króatíska og svartfellska. Frá málvísindalegu sjónarhorni er litið á mállýskurnar sem eitt tungumál.

Munurinn á mállýskum er ekki stór og hægt að tjá sig án misskilninga þó að tvær mismunandi mállýskur eða mál séu töluð. Auk þess eru mörkin milli málanna og mállýskanna á reiki og ráðast oft af hvernig viðkomandi málnotandi skilgreinir sig. Sem dæmi má nefna Bosníuserba, sem kalla mál sitt serbíska, þrátt fyrir að þeir tali sama málið og Bosníumenn, sem kalla sitt mál bosníska. Mörkin á mállýskum geta svarað meira eða minna til ríkislandamæra eða þjóðlegra og trúarlegra hópa.

Málið er orðið fyrir áhrifum frá málum ríkjandi valdanna á svæðinu, t.d. eru fleiri orð af tyrkneskum uppruna í bosnísku og í króatísku fleiri þýsk orð. Ýmis stafróf hafa verið notuð til að skrifa tungumálið, meðal annars kirkjuslavneskt, latneskt, kýrillískt og arabískt. Latneska og kýrillíska stafrófin hafa verið mest áberandi hin síðari ár en bæði voru opinber í Júgóslavíu. Á tímum Júgóslavíu dróst munurinn á mállýskunum saman, en frá því að landið var uppleyst á tíunda áratugnum hefur verið litið til sögulegra muna á málunum og staðlar í hverju landi hafa skilist.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.