Krímtataríska
Krímtataríska Qırımtatarca, Qırımtatar tili Къырымтатарджа, Къырымтатар тили | ||
---|---|---|
Málsvæði | Úkraína, Tyrkland, Úsbekistan, Rúmenía, Rússland, Kirgistan, Búlgaría | |
Heimshluti | Svartahaf | |
Fjöldi málhafa | 480.000 | |
Ætt | Tyrkneskt Norðvesturtyrknest Krímtataríska | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-2 | crh
| |
ISO 639-3 | crh
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Krímtataríska (Qırımtatarca, Qırımtatar tili, Къырымтатарджа, Къырымтатар тили) er móðurmál Krímtatara. Hún er tyrkneskt tungumál talað á Krímskaga og af krímverskum útflytjendum í Úsbekistan, Tyrklandi, Rúmeníu og Búlgaríu, auk þess í litlum mæli í Bandaríkjunum og Kanada. Gæta skal þess að rugla henni ekki saman við sanna tatarísku, sem er töluð í Rússlandi og skylt krímtatarísku, þó tungumálin séu ekki gagnkvæmt skiljanleg. Krímtatarska er svipaðri tyrknesku og er að nokkru leyti skiljanleg þeim sem tala það mál.
Í dag búa rúmlega 260.000 Krímtatarar á Krímskaga, og um það bil 150.000 manns eru í útlegð í Mið-Asíu (aðallega í Úsbekistan). Talið er að um 5 milljónir manns af krímverskum uppruna búi í Tyrklandi, en þeir eru afkomendur innflytjenda á 19. og 20. öldum. Af þessum 5 milljónum er áætlað að 2.000 manns tali krímtatarísku enn í dag. Smærri hópa Krímtatara er líka að finna í Rúmeníu (22.000 manns) og Búlgáríu (6.000 manns). Hún er ein þeirra tungumála sem er í mestri útrýmingarhættu í Evrópu.
Krímtatarísku má rita með annaðhvort latnesku eða kýrillísku stafrófi.