Mosfellsbær
Mosfellsbær | |
---|---|
Land | Ísland |
Kjördæmi | Suðvesturkjördæmi |
Þéttbýliskjarnar | Mosfellsbær |
Stjórnarfar | |
• Bæjarstjóri | Haraldur Sverrisson |
Flatarmál | |
• Samtals | 186 km2 |
• Sæti | 46. sæti |
Mannfjöldi (2024) | |
• Samtals | 13.403 |
• Sæti | 7. sæti |
• Þéttleiki | 72,06/km2 |
Póstnúmer | 270, 271 |
Sveitarfélagsnúmer | 1604 |
Vefsíða | http://www.mosfellsbaer.is |
Mosfellsbær (einnig kallaður Mosó í talmáli) er sveitarfélag sem liggur norðaustan við Reykjavík. Mosfellsbær varð til 9. ágúst 1987 þegar Mosfellshreppur varð að bæjarfélagi. Íbúar eru nú 12.721 (mars 2021)
Síðan 1933 hefur heitt vatn verið leitt úr Mosfellsbæ og til Reykjavíkur. Ullarvinnsla var mikilvæg grein í bænum og var þar framleiðsla við Álafoss frá 1919 til 1955. Nú er þar meðal annars aðsetur listamanna.
Íþróttir og afþreying
Í Mosfellsbæ er íþróttafélagið Afturelding. Tvær sundlaugar eru í Mosfellsbæ: Varmárlaug og Lágafellslaug. Göngustígar eru við Álafosskvos og við Reykjalund. Skógrækt og gönguleiðir eru við Úlfarsfell.
Bæjarstjórn
Í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sitja 9 fulltrúar sem kjörnir eru í hlutfallskosningu á fjögurra ára fresti. Síðast var kosið til bæjarstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí 2018.
Vinabæir
Heiðursborgarar
Þrír einstaklingar eru heiðursborgarar Mosfellsbæjar:[1]
- 1972 – Halldór Laxness (1902-1998)[2][3]
- 2000 – Jón M. Guðmundsson[4] (1920-2009)[5]
- 2007 – Salome Þorkelsdóttir[6] (*1927)[7]
Mosfellingur ársins
Fimmtán einstaklingar hafa hlotið nafnbótina Mosfellingur ársins:[8]
Ár | Nafn | |
---|---|---|
2020 | Sigmar Vilhjálmsson | Stofnaði hverfisbarinn Barion |
2019 | Hilmar Elísson | Bjargaði manni frá drukknun |
2018 | Óskar Vídalín | Stofnandi Minningarsjóðs Einsars Darra |
2017 | Jón Kalman Stefánsson | Rithöfundur |
2016 | Guðni Valur Guðnason | Kringluskastari og Ólympíufari |
2015 | Sigrún Þuríður Geirsdóttir | Fyrsta íslenska konan til að synda Ermarsundið |
2014 | Jóhanna Elísa Engilhartsdóttir | Fyrsti sigurvegari í Biggest Loser á Íslandi |
2013 | Hljómsveitin Kaleo | |
2012 | Gréta Salóme | Söngkona og fiðluleikari |
2011 | Hanna Símonardóttir | Athafnakona |
2010 | Steindi Jr. | |
2009 | Embla Ágústsdóttir | |
2008 | Albert Rútsson | Athafnamaður og hóteleigandi |
2007 | Jóhann Ingi Guðbergsson | Bjargaði tveggja ára barni í Lágafellslaug |
2006 | Hjalti Úrsus Árnason | Afreksmaður í kraftlyftingum |
2005 | Sigsteinn Pálsson | Fyrrverandi bóndi á Blikastöðum |
Myndir
Tilvísanir
- ↑ Heiðursborgari Mosfellsbæjar, vefsíða Mosfellsbæjar, sótt 5. júní 2017
- ↑ Halldór Laxness heiðursborgari Mosfellshrepps, Morgunblaðið, 22. apríl 1972, bls. 2
- ↑ Kraftaskáld vorra tíma, Morgunblaðið, 3. maí 1972, bls. 11
- ↑ Jón M. Guðmundsson (minningargrein), Morgunblaðið, 7. maí 2009, bls. 29
- ↑ Heiðursborgari í Mosfellsbæ, Morgunblaðið, 31. október 2000, bls. 10
- ↑ Salome Þorkelsdóttir, vefsíða Alþingis, sótt 5. júní 2017
- ↑ Salóme gerð að heiðursborgara í Mosfellsbæ, Morgunblaðið, 10. ágúst 2007, bls. 2
- ↑ Mosfellingur ársins, vefsíða Mosfellsbæjar, sótt 14. ágúst 2017