Dalvík
Dalvík er sjávarpláss við Eyjafjörð, í mynni Svarfaðardals í Dalvíkurbyggð. Bærinn var upphaflega innan Svarfaðardalshrepps, en var gerður að sérstökum hreppi 1. janúar 1946. Dalvík fékk kaupstaðarréttindi 22. apríl 1974. Íbúar í Dalvíkurbyggð (Dalvík, Litli-Árskógssandur og Hauganes) voru 1.860 í janúar árið 2022.
Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]
- 2. júní árið 1934 varð jarðskjálfti við Eyjafjörð sem olli miklu tjóni á Dalvík og um 200 manns urðu heimilislausir. [1]. Upptök hans voru skammt frá byggðinni. Skjálfti þessi er nefndur Dalvíkurskjálftinn.
- Þann 7. júní 1998 sameinuðust Dalvíkurkaupstaður og Svarfaðardalshreppur á ný ásamt Árskógshreppi undir nafninu Dalvíkurbyggð.
- Árlega fer fram fiskhátíðisdagur á Dalvík. Nefnist hann fiskidagurinn mikli og er haldinn í ágúst.
- Gísli, Eiríkur, Helgi, Kaffihús/bar og sögusetur um Bakkabræður.
- Sýndarvélin sem Android-stýrikerfið fyrir farsíma keyrir á nefnist Dalvik eftir bænum Dalvík þaðan sem höfundur hennar, Dan Bornstein, rekur ættir sínar.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
