Reykjahlíð (Mývatnssveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reykjahlíð

Reykjahlíð er byggðakarni á bökkum Mývatns í Mývatnssveit. Hverfið byggðist upp eftir stofnun Kísiliðjunnar, sem nú er horfin, en þar bjuggu 210 manns árið 2019. Á staðnum eru hótel og flugvöllur. Reykjahlíð tilheyrir Skútustaðahreppi og er skrifstofa sveitarfélagsins staðsett í þorpinu. Íþróttafélagið Mývetningur er starfrækt þar.

Reykjahlíð er einnig bújörð sem teygir sig frá bökkum Mývatns í vestri, austur til Jökulsár á Fjöllum. Norður að Dettifossi og að fjallinu Eilífi, þar sem sveitarfélagið Norðurþing tekur við. Vestur fyrir og norður fyrir Gæsafjöll þar sem jörðin Þeistareykir tekur við. Suðurmörk jarðarinnar eru í Ódáðahrauni.

Á jörðinni finnst mikill jarðhiti og rekur Landsvirkjun gufuaflsvirkjanir í Bjarnarflagi og við Kröflu. Við Jarðbaðshóla í Bjarnarflagi eru Jarðböðin við Mývatn. Fjölsótt hverasvæði, sem kallast Hverarönd, er rétt austan við Námafjall og Námaskarð.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.