Eyrarbakki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

63°52′31″N 21°8′57.9″V / 63.87528°N 21.149417°A / 63.87528; 21.149417

Eyrarbakki

Eyrarbakki er lítið sjávarþorp á suðurströnd Íslands. Það tilheyrir sveitarfélaginu Árborg og íbúafjöldi var þar 495 manns árið 2015.

Á Eyrarbakka var mikil verslun og sóttu bændur á Suðurlandi til Eyrarbakka á meðan á einokun danska kóngsins stóð. Eyrarbakki varð einn stærsti bær á Íslandi og var á þeim tíma mun stærri en t.d. Reykjavík og leit lengi út fyrir að Eyrarbakki yrði höfuðborgin. Á Eyrarbakka hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1923. (Veður var þó athugað og skráð mun lengur á Eyrarbakka eða frá árinu 1880, en þá var P. Nielsen faktor með veðurathuganir fyrir dönsku veðurstofuna).

9. janúar 1990 gekk mikill sjór inn á suðurströndina í kjölfar ofsaveðurs sem þá gekk yfir landið og urðu þorpin Eyrarbakki og Stokkseyri verst úti í þessum hamförum veðurofsans þegar ein dýpsta lægð sem mælst hefur á síðustu áratugum rann upp að suðurströndinni. Þjórsárhraunið mikla myndar ströndina við Eyrarbakka og skerin þar úti fyrir og nær mörg hundruð metra út.

Í byrjun síðustu aldar hófst tímabil útgerðar og fiskvinnslu á Eyrarbakka og störfuðu þar þrjú fiskvinnslufyrirtæki fram undir síðustu aldamót. Hafnleysi stóð útgerð þó alltaf fyrir þrifum og með tilkomu brúar yfir Ölfusárósa lagðist útgerð smám saman af. Eyrarbakki er nú vaxandi ferðamannastaður og gömlu húsin gjarnan nýtt sem sumarbústaðir.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.