Borgarlína
Borgarlína er fyrirhugað almenningssamgangnakerfi á höfuðborgarsvæðinu sem var kynnt í svæðisskipulagi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Hugmyndin gengur út á að tengja sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu saman með skilvirku samgöngukerfi sem hafi áhrif á ferðavenjur almennings í þá veru að draga úr notkun einkabílsins. Markmiðið er að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna í ferðum á höfuðborgarsvæðinu þannig að hún verði 12% fyrir árið 2030.
Í maí 2017 hafði ekki enn verið ákveðið hvar línan muni liggja né hvaða farartæki yrðu fyrir valinu. Einkum hafa verið bornir saman kostir léttlesta og hraðvagnakerfis á tveimur leiðum; norður-suður-ás milli Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar, og austur-vestur-ás milli Elliðaárdals og miðborgar Reykjavíkur. Í júní 2017 var svo greining danska ráðgjafarfyrirtækisins COWI á helstu leiðakostum kynntar. Fjármögnun verkefnisins er líka óviss, en rætt hefur verið um aðkomu ríkisins og virðisföngun með sérstöku innviðaálagi á lóðir í nágrenni línunnar.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Borgarlína á vef SSH Geymt 26 mars 2017 í Wayback Machine
- Vefur borgarlínunnar