Fara í innihald

Álafoss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Álafoss.
Álafoss 1934.

Álafoss, stundum nefndur Tungufoss er foss í ánni Varmá í Mosfellsbæ á Íslandi. Samnefnd ullarverksmiðja hefur verið rekin við fossinn síðan 1896 þegar Björn Þorláksson (1854-1904) bóndi á Varmá flutti inn vélar til að vinna ullina og notaði til þess vatnsorku úr fossinum, verksmiðjan átti stóran þátt í stofnun og vexti byggðar í Mosfellsbæ en hún var upphaflega tóvinnsla. Gekk tóvinnslan kaupum og sölum þar til bræðurnir Einar Pétursson og Sigurjón Pétursson á Álafossi (1888-1955) eignuðust ráðandi hlut og fóru í framleiðslu á hinum ýmsu ullarvörum.

Hljómsveitin Sigur Rós á þar hljóðver undir nafninu Sundlaugin sem var vígð 28. mars 1934. Seinni heimstyrjöldin stöðvaði allar framkvæmdir á viðbyggingum árið 1940.

Þess má geta að sundlaugin var byggð af Sigurjóni Péturssyni á Álafossi en hann rak íþróttaskóla fyrir börn á sumrin á árunum 1928 að seinni heimstyrjöld. Hinu megin á árbakkanum stendur Þrúðvangur en það var mötuneyti og íveruhús barnanna. Efndi Sigurjón til fánadaga til að fjármagna byggingu Sundhallarinnar eins og hún var kölluð.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]