Sveitarfélagið Garður
Sveitarfélagið Garður | |
![]() | |
![]() | |
Kjördæmi | Suðurkjördæmi |
Bæjarstjóri | Magnús Stefánsson
|
Þéttbýliskjarnar | Garður |
Sveitarfélagsnúmer | 2504 |
Póstnúmer | 250 |
Vefsíða sveitarfélagsins |
Sveitarfélagið Garður (áður Gerðahreppur) var sveitarfélag á nyrsta odda Reykjanesskagans, á innanverðu Miðnesi, en það sameinaðist Sandgerði þann 10. júní 2018[1].
Gerðahreppur var stofnaður 15. júní 1908 við seinni uppskiptingu Rosmhvalaneshrepps. Hinn hlutinn, sem tilheyrði Keflavíkurkauptúni, sameinaðist Njarðvíkurhreppi og varð að Keflavíkurhreppi.
Skjaldarmerki sveitarfélagsins var mynd af vitunum tveimur á Garðskaga. Á Garðskaga var reist fyrsta leiðarmerki fyrir sæfarendur á Íslandi og var það hlaðin grjótvarða á ströndinni. Síðar var sett á hana ljósmerki. Fyrsti eiginlegi vitinn var hins vegar reistur á Reykjanesi.
Gerðaskóli er einn elsti starfandi barnaskóli á landinu, stofnaður 1872 af séra Sigurði B. Sívertsen, sem var prestur á Útskálum í rúmlega hálfa öld. Hann átti einnig frumkvæði að byggingu núverandi Útskálakirkju árið 1861 og tók saman Suðurnesjaannál.
Björgunarsveitin Ægir var stofnuð 1935 og Knattspyrnufélagið Víðir í Garði var stofnað 1936.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Vefsíða sveitarfélagsins
- Loftmynd á Google Maps
- 250.is - Vefrit um sveitarfélagið Geymt 2013-08-13 í Wayback Machine
Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Sandgerði og Garður sameinastMbl.is. Skoðað 17. nóv, 2017.