Handknattleiksárið 1978-79

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Handknattleiksárið 1978-79 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1978 og lauk vorið 1979. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í B-keppni á Spáni og hafnaði í fjórða sæti.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Valur.png Valur 25
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 23
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 13
Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar 13
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 11
ÍR.png ÍR 10
HK-K.png HK 9
Fylkir.png Fylkir 8

Fylkir féll niður um deild. HK fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar. Markakóngur var Geir Hallsteinsson, FH, með 95 mörk.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

KR sigraði í 2. deild og tók sæti Fylkis í 1. deild. Þór Vestmannaeyjum hafnaði í öðru sæti og fór í umspilsleiki við næstneðsta lið 1. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
KR Reykjavík.png KR 20
Þór logo.jpg Þór Ve. 19
Knattspyrnufélag Akureyrar.png KA 18
Ármann.png Ármann 16
Þór.png Þór Ak. 15
Þróttur R..png Þróttur 14
Stjarnan.png Stjarnan 10
Leiknir.svg Leiknir 0

Leiknir féll í 3. deild. Stjarnan fór í umspil við næstefsta lið 3. deildar.

Úrslitaleikir um sæti í 1. deild

3. deild[breyta | breyta frumkóða]

Týr Vestmannaeyjum sigraði í 3. deild og færðist upp um deild. Afturelding hafnaði í öðru sæti og komst í umspil við næstneðsta lið 2. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Tyr-logo.JPG Týr Ve. 27
UMFA.png Afturelding 20
Breidablik.png Breiðablik 14
Grótta.png Grótta 12
Dalvík 12
ÍA-Akranes.png ÍA 10
Keflavik ÍF.gif ÍBK 10
Njarðvík.jpg Njarðvík 7


Úrslitaleikir um sæti í 2. deild

 • Stjarnan - Afturelding 25:23
 • Afturelding - Stjarnan 15:13
 • Leikmenn Aftureldingar fögnuðu sigri vegna fleiri marka á útivelli. Reglur HSÍ þóttu hins vegar ekki nægilega skýrar svo ákveðið var að leika oddaleik.

Oddaleikur um sæti í 2. deild

 • Afturelding - Stjarnan 16:13

Bikarkeppni HSÍ[breyta | breyta frumkóða]

Víkingar sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn ÍR. 21 lið tók þátt í mótinu.

1. umferð

16-liða úrslit

8-liða úrslit

Undanúrslit

 • Valur – Víkingur 19:20
 • ÍR – FH 19:18

Úrslitaleikur

 • Víkingur – ÍR 20:13

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Evrópukeppni meistaraliða[breyta | breyta frumkóða]

Valsmenn kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 16-liða úrslit.

1. umferð

 • IL Refstad (Noregi) - Valur 16:14
 • Valur - IL Refstad 14:12
 • Valsmenn komust áfram á fleiri mörkum á útivelli.

16-liða úrslit

 • Valur - Dinamo Búkarest, (Rúmeníu) 19:25 & 20:20

Evrópukeppni bikarhafa[breyta | breyta frumkóða]

Víkingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 16-liða úrslit.

1. umferð

 • Víkingur - Halewood Forum (Bretlandi) Halewood gaf leikina.

16-liða úrslit

 • Víkingur - Ystads IF (Svíþjóð) 23:19
 • Ystads IF - Víkingur 23:24
 • Víkingar voru dæmdir úr keppni vegna óspekta að leik loknum.

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Fram sigraði í 1. deild. Breiðablik hafnaði í neðsta sæti og féll í 2. deild. Víkingur varð í næstneðsta sæti og átti að leika í umspili við næstefsta lið 2. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 24
Valur.png Valur 21
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 19
Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar 15
KR Reykjavík.png KR 14
Þór.png Þór Ak. 8
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 6
Breidablik.png Breiðablik 5

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Grindavík sigraði í 2. deild eftir úrslitaleiki við ÍBK. Grindvíkingar færðust upp í 1. deild en Keflvíkingar áttu að leika í umspili við næstneðsta lið 1. deildar. Sjö lið kepptu í deildinni og léku þau tvöfalda umferð.

Félag Stig
Keflavik ÍF.gif ÍBK 17
UMFG, Grindavík.png Grindavík 17
Þróttur R..png Þróttur 16
ÍR.png ÍR 16
Þór logo.jpg Þór Ve. 10
Njarðvík.jpg Njarðvík 4
Fylkir.png Fylkir 1

Úrslitaleikir

 • Keflavík - Grindavík 8:8
 • Grindavík - Keflavík 8:5

Úrslitaleikir um sæti í 1. deild

 • Einvígi Keflavíkur og Víkings um sæti í 1. deild átti að hefjast tveimur dögum eftir seinni úrslitaleikinn í 2. deild. Til að mótmæla þeirri leikjaniðurröðun neituðu Keflvíkingar að mæta til leiks og héldu Víkingsstúlkur því sæti sínu í 1. deild án keppni.

Bikarkeppni HSÍ[breyta | breyta frumkóða]

Framstúlkur sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn KR. 13 lið tóku þátt í mótinu.

1. umferð

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslitaleikur

 • Fram - KR 11:8

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.

Landslið[breyta | breyta frumkóða]

Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var B-keppni á Spáni snemma árs 1979. Markmið íslenska liðsins var að hafna í öðru tveggja efstu sætanna og komast þannig á Ólympíuleikana 1980.

Forriðill

Milliriðill

Leikur um 3. sæti