Fara í innihald

Íþróttafélag Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá ÍR)

Íþróttafélag Reykjavíkur eða ÍR er eitt fjölmennasta íþróttafélagið í Reykjavík með rúmlega 1800 virka iðkendur en þar af eru rúmlega 1300 16 ára og yngri. Formaður þess er Bjarki Þór Sveinsson. Íþróttir stundaðar hjá ÍR eru:

Yfir 50% nemenda úr grunnskólum í Seljahverfi og Bakkahverfi(Neðra-Breiðholt) eru iðkendur hjá ÍR og um 40% í öllu Breiðholtinu.[heimild vantar]

Snemma árs 1907 setti Andreas J. Berthelsen, ungur Norðmaður sem búsettur var í Reykjavík, auglýsingu í bæjarblöðin þar sem hann hvatti röska pilta til að mæta á stofnfund félags um fimleika- og íþróttaiðkun. Þann 11. mars sama ár var haldinn stofnfundur Íþróttafélags Reykjavíkur, sem hóf þegar stífar leikfimisæfingar.

Sumarið 1910 treystu félagsmenn sér til að sýna leikni sína opinberlega. Var þá haldin fimleikasýning í porti Miðbæjarskólans að viðstöddu fjölmenni. Varð sýning þessi til að opna augu almennings fyrir íþróttum og þá fimleikum sérstaklega. Var aðaláhersla félagsins á fimleikana fyrstu árin.

Samhliða fimleikaæfingum, hófu ÍR-ingar snemma æfingar í frjálsum íþróttum og komu sér upp nauðsynlegum tækjabúnaði til þess. Jón Halldórsson varð snemma mestur afreksmanna félagsins í frjálsum íþróttum, en hann keppti í hlaupum á Ólympíuleikunum 1912. Jón varð annar formaður ÍR á eftir Berthelsen.

Með tímanum urðu frjálsu íþróttirnar fyrirferðarmestar í starfi ÍR og hafa margir af frægustu frjálsíþróttamönnum landsins keppt undir merkjum þess. Má þar nefna: Jón Kaldal, tvíburana Örn og Hauk Clausen, Vilhjálm Einarsson, Valbjörn Þorláksson, Einar Vilhjálmsson, Mörthu Ernstsdóttur og Völu Flosadóttur.

ÍR-ingar voru alla tíð með augun opin fyrir nýjum íþróttagreinum. Þannig varð ÍR snemma stórveldi í skíðaíþróttum, átti öflugt sundlið, glímusveit og lyftingadeild. Í hópíþróttum hefut ÍR teflt fram liðum í handbolta, knattspyrnu og körfubolta.

Rígurinn við Leikni

[breyta | breyta frumkóða]

ÍR á í ríg við Leikni, sem er annað lið í Breiðholti. Rígurinn nær jafnt til leikmanna liðanna, stuðningsmanna og íbúa í Breiðholti. Rígurinn hefur orðið til vegna þess að Breiðholt skiptist í tvennt eftir Seljabrautinni. Stuðningsmenn og iðkendur ÍR búa aðallega í Seljahverfinu á meðan stuðningsmenn og iðkenndur Leiknis búa aðallega í Fella- og Hólahverfi. Íbúar í Bakkahverfi skiptast á milli liðanna. Rígurinn er ekki bara vegna þess að liðin skiptast milli hverfa, heldur líka vegna þess að að meðaltali eru íbúar Seljahverfis tekjuhærri en íbúar Fella- og Hólahverfis. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru íbúar Fella- og Hólahverfis líklegri til að vera innflytjendur heldur en íbúar Seljahverfis og hefur það áhrif á sjálfsmynd liðanna og stuðningsmannanna.[1]

Tilvísanir og heimildir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ágúst Ásgeirsson (2007). Heil öld til heilla. Íþróttafélag Reykjavíkur.


Handball pictogram Lið í Subway deild karla 2022-2023 Flag of Iceland

Ungmennafélag Grindavíkur  Ungmennafélagið Tindastóll  Íþróttafélag Reykjavíkur  Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag  Knattspyrnufélag Reykjavíkur  Ungmennafélag Njarðvíkur  
Knattspyrnufélagið Haukar  Breiðablik  Ungmennafélagið Stjarnan  Höttur  Þór Þorlákshöfn

Knattspyrna
1. deild karla • Lið í 1. deild karla 2024 
Flag of Iceland

Afturelding  Fjölnir  Grótta  Grindavík LeiknirNjarðvík  
Selfoss  ÞórÍA  Þróttur  Ægir  Vestri

Leiktímabil í 1. deild karla (1955-2024) 

1951 1952 1953 1954

1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964
1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2020 2021 2022 2023 2024



Tengt efni: MjólkurbikarinnLengjubikarinnMeistarakeppni karla
Úrvalsdeild karla1. deild2. deild3. deild4. deild

------------------------------------------------­----------------------------------------------
Mjólkurbikarinn kvennaLengjubikarinnMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild2. deildDeildakerfiðKSÍ
  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Innflytjendur í Reykjavík eftir hverfum 1998-2019“. PxWeb. Sótt 29 nóvember 2023.[óvirkur tengill]