Knattspyrnufélag Breiðholts
Útlit
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Knattspyrnufélag Breiðholts er reykvískt knattspyrnufélag sem stofnað var þann 17. janúar 2007. Það þjónar sem vara- og venslalið Leiknis. Það hóf leik í D-deild Íslandsmótsins þegar á stofnárinu en féll niður í E-deild þegar hún var stofnuð 2013 og hefur verið þar síðan. Sumarið 2012 náði það sínum besta árangri í bikarkeppni KSÍ sumarið 2012, þegar liðið komst alla leið í 16-liða úrslit eftir nauman sigur á KFS í fyrri umferð.
Formaður KB (árið 2020) er Þórður Einarsson en Elvar Geir Magnússon er titlaður forseti félagsins.
Þjálfari meistaraflokks (árið 2021) er Örn Þór Karlsson.