Tónlistarfélag Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tónlistarfélag Reykjavíkur er félag stofnað árið 1932 til að efla tónlistarstarfsemi á Íslandi. Undanfarar félagsins eru Hljómsveit Reykjavíkur, stofnuð 1925, og Tónlistarskólinn í Reykjavík, stofnaður 1930, en Tónlistarfélagið er bakhjarl skólans. Meðal stofnenda voru Ragnar Jónsson í Smára, Páll Ísólfsson skólastjóri Tónlistarskólans og ýmsir aðrir framámenn í Reykjavík. Félagið notaðist við ýmsar leiðir til að afla tekna og stóð fyrir tónleikahaldi og óperettusýningum og tónleikum erlendra listamanna. Árið 1947 fékk það leyfi til að reka kvikmyndahúsið Trípólíbíó í amerískum bragga við Aragötu á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur. Aðilar innan félagsins stóðu að byggingu Austurbæjarbíós árið 1947 en húsið var hannað til tónlistarflutnings auk kvikmyndasýninga. Árið 1962 reisti félagið Tónabíó í Skipholti og rak sem kvikmyndahús á neðri hæðinni til 1986 en Tónlistarskólinn var á efri hæðinni. Félagið stóð að stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1950.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.