Fara í innihald

Grímsstaðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grímsstaðir (á Fjöllum) er sveitabær á Hólsfjöllum og fyrsti bær sem komið er að þegar farið er austur yfir Jökulsá á Fjöllum. Brú yfir ána á þessum stað var byggð árið 1947 en þar var áður lögferja. Bærinn stendur í dag nokkrum kílómetrum norðar en áður en hann var færður vegna sandfoks. Á Grímsstöðum var eitt sinn bænhús en þar er nú örlítil ferðaþjónusta. Þar hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1907, en 21. janúar 1918 mældist þar, ásamt á Möðrudal, lægsti hiti á Íslandi, -38°C.

Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo lýsti yfir áhuga að kaupa jörðina frá árinu 2011 en svo fór árið 2014 að kaupin gengu ekki í gegn. [1]. Árið 2016 keypti hins vegar breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe um 2/3 af gömlu Grímsstaðajörðinni. [2]

  • Landið þitt Ísland - Bindi A-G bls 261 - Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hætta við kaup á Grímsstöðum Rúv. Skoðað 19. apríl 2017
  2. Endurskoða reglur um bújarðakaup Rúv. Skoðað 8. janúar 2017.