Fara í innihald

Knattspyrnufélagið Árvakur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Knattspyrnufélagið Árvakur er reykvískt íþróttafélag sem stofnað var árið 1982. Það tók þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu frá 1983 til 1991. Jafnframt tefldi Árvakur fram liðum í körfuknattleik og handknattleik.

Keppni í 4. deild karla í knattspyrnu var tekin upp árið 1982. Varð það til þess að fjölga mjög þátttökuliðum á Íslandsmótinu, þar sem auðveldara varð fyrir minni félög að skrá sig til leiks. Ákvað hópur ungra manna í Reykjavík að stofna félag í því skyni. Var það einkum skipað gömlum fótboltamönnum, einkum úr KR, sem lagt höfðu skóna á hilluna eða görpum úr öðrum íþróttagreinum. Aðalfrumkvöðlar að stofnuninni voru kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson og bókaútgefandinn Ívar Gissurarson og var bundið í lög félagsins að þeir væru ætið í byrjunarliði ef þeir óskuðu þess..

Árvakursmenn létu mikið á sér bera miðað við fjórðudeildarlið, til að mynda hélt félagið í keppnisferð til Bandaríkjanna árið 1985 og tók þátt í stóru innanhússmóti í Lake Placid. Sama ár komst Árvakur í 16-liða úrslit bikarkeppninni en féll út fyrir efstu deildarliði Víðis Garði eftir vítaspyrnukeppni.

Árvakur hefur ekki keppt á Íslandsmóti frá 1991, en félagið hefur aldrei verið lagt niður og er enn aðili að KSÍ.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Morgunblaðið 12. júní 1969“.