Trípólíbíó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Trípólíbíó var kvikmyndahús á Melunum í Reykjavík sem starfrækt var á árunum 1947 til 1962.

Árið 1941 reisti ameríski herinn bragga á Melunum sem notaður var til kvikmynda- og leiksýninga. Var húsið nefnt Tripoli-theater.

Að heimsstyrjöldinni lokinni stóð húsið tómt um tíma, uns Tónlistarfélag Reykjavíkur fékk heimild til kvikmyndahússreksturs þar árið 1947. Var sú hugmynd ríkjandi á þeim árum að hagnaður af kvikmyndasýningum skyldi styðja við bakið á æðri menningu.

Tónlistarfélagið tók í notkun glænýtt kvikmyndahús, Tónabíó í Skipholti árið 1962 og lauk þar með sýningum í Trípólíbragganum. Síðasta kvikmyndin sem þar var frumsýnd, var The Defiant Ones með stórleikurunum Tony Curtis og Sidney Poitier.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]