UMFÍ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fáni Ungmennafélags Íslands - Landssambands ungmennafélaga.

Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. Heiti þess er skammstafað UMFÍ. UMFÍ var stofnað 2.- 4. ágúst árið 1907. Fyrsta ungmennafélagið, Umf. Akureyrar, var stofnað á Akureyri í ársbyrjun 1906. Sambandsaðilar UMFÍ eru nú 18 héraðssambönd og 11 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 340 félög innan UMFÍ með rúmlega 160 þúsund félagsmenn.

Formaður UMFÍ er Haukur Valtýsson. Framkvæmdastjóri er Auður Inga Þorsteinsdóttir.

Markmið hreyfingarinnar er „Ræktun lýðs og lands“. Fáni UMFÍ er Hvítbláinn.

Ungmennafélag Íslands stendur á hverju ári fyrir ýmsum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri. Sérstök áhersla er á ungmenni, jaðarhópa og eldri borgara. UMFÍ heldur á hverju ári Landsmót UMFÍ 50+ og Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið er um Verslunarmannahelgi, ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði[óvirkur hlekkur] með ungmennaráði UMFÍ[óvirkur hlekkur] og Hreyfiviku UMFÍ, sem er í lok maí og byrjun júní ár hvert. Landsmót UMFÍ hafa verið haldin í meira en hundrað ár. Þau eru haldin þriðja hvert ár, þó með nokkrum undantekningum.

UMFÍ gefur út tímariti Skinfaxa, sem kemur út fjórum sinnum á ári auk Göngubókar UMFÍ.

UMFÍ rekur jafnframt Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ að Laugum í Sælingsdal.

Verkefni UMFÍ[breyta | breyta frumkóða]

Unglingalandsmót UMFÍ[breyta | breyta frumkóða]

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum. Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 - 18 ára.  Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.

Keppt í skák á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi 2016.

Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin á eftirtöldum stöðum:

 1. Unglingalandsmót UMFÍ á Dalvík 10.-12. júní 1992
 2. Unglingalandsmót UMFÍ á Blönduósi 14.-16. júlí 1995
 3. Unglingalandsmót UMFÍ í Grafarvogi 3.-5. júlí 1998
 4. Unglingalandsmót UMFÍ í Vesturbyggð og á Tálknafirði 4.-6. ágúst 2000
 5. Unglingalandsmót UMFÍ í Stykkishólmi 2.-4. ágúst 2002
 6. Unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði 1.-3. ágúst 2003
 7. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 30. júlí - 1. ágúst 2004
 8. Unglingalandsmót UMFÍ í Vík 29.-31.júlí 2005
 9. Unglingalandsmót UMFÍ á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu 4.-6. ágúst 2006
 10. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði 3.-5. ágúst 2007
 11. Unglingalandsmót UMFÍ Í Þorlákshöfn 1.-3. ágúst 2008
 12. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2009
 13. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi 2010
 14. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum 2011
 15. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2012
 16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði 2013
 17. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2014
 18. Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2015
 19. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi 28. júlí - 1. ágúst 2016

Unglingalandsmót UMFÍ verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2017 og í Þorlákshöfn 2018.

Landsmót UMFÍ 50+[breyta | breyta frumkóða]

Keppendur í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði 2016.

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.  Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Landsmót UMFÍ 50+ var fyrst haldið árið 2011 á Hvammstanga. Það hefur verið haldið á hverju ári síðan þá.

Landsmót UMFÍ 50+ hafa verið haldin á eftirtöldum stöðum:

 1. Hvammstangi 2011
 2. Mosfellsbær 2012
 3. Vík í Mýrdal 2013
 4. Húsavík 2014
 5. Blönduós 2015
 6. Ísafjörður 2016
 7. Hveragerði 2017

Ungt fólk og lýðræði[breyta | breyta frumkóða]

Geðheilbrigðismál ungs fólks voru aðalefni ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði árið 2016.

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðandir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi.

2009 - Ungt fólk og lýðræði - Akureyri. 

2010 - Lýðræði og mannréttindi - Dalabyggð. 

2011 - Ungt fólk og fjölmiðlar - Hveragerði. 

2012 - Fjölmiðlar og mannréttindi - Hvolsvöllur. 

2013 - Þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga - Egilsstaðir. 

2014 - Stjórnsýslan og við - áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna - Ísafjörður.

2015 - Margur verður af aurum api - réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði - Stykkishólmur. 

2016 - Niður með grímuna - geðheilbrigði ungmenna á Íslandi – Selfoss.

Hreyfivika UMFÍ[breyta | breyta frumkóða]

Börn við setningu Hreyfiviku UMFÍ.

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur síðastliðin fjögur ár tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sýna að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfir sig reglulega. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhaldshreyfingu og stunda hana reglu - lega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.

Sambandsaðilar UMFÍ:[breyta | breyta frumkóða]

HSB - Héraðssamband Bolungarvíkur

HSH - Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu

UÍA - Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands

UÍF - Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar

USAH - Ungmennasamband Austur-Húnvetninga

UMSB - Ungmennasamband Borgarfjarðar

UDN - Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga

HSS - Héraðssamband Strandamanna

HSÞ - Héraðssamband Þingeyinga

HSV - Héraðssamband Vestfirðinga

HHF - Héraðssambandið Hrafnaflóki

HSK - Héraðssambandið Skarphéðinn

UMSE - Ungmennasamband Eyjafjarðar

UMSK - Ungmennasamband Kjalarnesþings

UMSS - Ungmennasamband Skagafjarðar

USVS - Ungmennasamband Vestur Skaftafellssýslu

USVH - Ungmennasamband Vestur Húnvetninga

USÚ - Ungmennasambandið Úlfljótur

Félög með beina aðild

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag

UFA - Ungmennafélag Akureyrar

UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur

UMFK - Ungmennafélag Kjalnesinga

UMFN - Ungmennafélag Njarðvíkur

UMFF - Ungmennafélagið Fjölnir

UMFÓ - Ungmennafélagið Óðinn

USK - Ungmennafélagið Skipaskagi

UV - Ungmennafélagið Víkverji

UMFÞ - Ungmennafélagið Þróttur

V - Ungmennafélagið Vesturhlíð

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.