Breiðagerðisskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Breiðagerðisskóli er grunnskóli sem hefur aðsetur að Breiðagerði 20, í póstnúmeri 108 í Reykjavík.

Frá árinu 1954 hélt skólinn úti starfsemi í Háagerði og var þá útibú frá Laugarnesskóla en árið 1956 hóf Breiðagerðisskóli skólastarfsemi undir eigin nafni.

Skólinn þjónustar börn á aldrinum 6-12 ára. Að lokinni skólagöngu í Breiðagerðisskóla er gert ráð fyrir að nemendur í hverfunum færist yfir í gagnfræðinám við Réttarholtsskóla og ljúki þar grunnskólagöngu sinni.


  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.