Aðalsveldi
Útlit
(Endurbeint frá Aristokratiā)
Aðalsveldi eða úrvalsveldi (gríska: aristokratiā) þýddi í Forn-Grikklandi stjórnkerfi þar sem þeir bestu og hæfustu réðu en stjórnmálaþátttaka takmarkaðist við hóp fárra manna.[1] Orðið er myndað úr orðunum „aristo-“ (sem merkir það besta) og „kratiā“ (stjórn). Þar sem engin sátt ríkir um það hvað telst best, sérstaklega þegar kemur að stjórnskipulagi, er erfitt að nota orðið í þessu samhengi. Það virðist einkum hafa verið notað um góða og vel heppnaða fámennisstjórn.[2] Orðið var síðar notað um ríki þar sem aðalsmenn stjórnuðu og vald gekk í erfðir.